Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

midgardur
midgardur Notandi frá fornöld 464 stig

Re: Rakhnífur Ockhams

í Heimspeki fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Warum einfacht machen wenn wir complexieren können? Margir hlæja að þessari meintri þýsku áráttu, en hún lýsir ágætlega gagnstæðu viðhorfi en kemur fram hjá rakhníf Ockhams. Kannski eitt þekkstasta dæmið um áhrif rakhnífsins sé sólmiðjukenningin vs. jarðmiðjukenningin. Mér skilst að það megi alveg halda fram jarðmiðjukenningunni, en líkanið er þá orðið svo flókið að það er varla brúklegt. Ég held að vísind feti í raun einhvern einstig þarna á milli. Þetta snýst kannski ekki heldur um...

Re: Bentham & lögin

í Heimspeki fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Svartrotta: Ekki vera svona tens :) Það eina sem ég sagði var: Afhverju þurfum við að binda okkur við kantískt svar þótt málshefjandi biðji um slíkt? Getur ekki verið að ég sé að taka undir málflutning þinn? Hins vegar finnst mér þú falla í kantíska gildru sem er að reifikera lögin, þ.e. afmennska þau. Þín röksemd er að snúa dæminu við, að láta einstakling sjá hvernig lögin gagnist þeim. Þarna ertu auðvitað að koma fram við mennskan einstakling eins og hálfvita. Mennskir einstaklingar vita...

Re: Bentham & lögin

í Heimspeki fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Svartrotta: Afhverju þurfum við að binda okkur við kantískt svar þótt málshefjandi biðji um slíkt? Það sem mér finnst liggja í augum uppi er að lög eru mannasetning. Við verðum því að gera ráð fyrir að við séum nokkurn vegin jafnskynsöm og þau sem setja lög. Við “skiljum” þannig uppruna og tilgang laganna (svona í flestum tilfellum :) Við vitum því talsvert um einstök lög og eðli þeirra. Ástæður þess að við förum eftir lögumm er vegna þess að við skiljum tilgang þeirra sem er nokkurn veginn...

Re: Bentham & lögin

í Heimspeki fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Ja, ef þú ferð ekki að lögum þá verður þá “barinn” til hlýðni :) Þetta held ég nú að sé stærsta ástæðan fyrir því að lögin virki. Hér er ég ekki að velta upp hvort þetta séu góð og skynsamleg lög, t.d. eftir einhverri kantískri rökspeki. Þetta er bara einföld pragmatík: Hlýddu mér… eða þú hefur verra af! En þar sem samfélag hins sterka er latt í eðli sínu, þá reynir það að komast af sem minnsta orku til að láta hlutina ganga upp. Þess vegna kemur fólk sér saman um skynsamlega hluta, jafnvel...

Re: Bentham & lögin

í Heimspeki fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Ég hef í sjálfu sér aldrei velt fyrir mér hver sé tilgangur laganna. Í sinni einföldustu mynd þá getum við sennilega sagt að lög séu til þess að koma reglu á hlutina. En þetta er hálfgerð hringskilgreining sem bætir engu nýju við. Mér sýnist hins vegar að tilgangur laga getur verið nokkur, sem kannski má setja fram í einni setningu: “Lögin eru til þess að vernda hagsmuni þess sterka”. Ég nota hér “þess sterka” til að tákna sterka aflið í samfélaginu. Sá sterki þarf ekki nauðsynlega að vera...

Re: Einhverntímann útskrifuð í heimspeki?

í Heimspeki fyrir 20 árum, 8 mánuðum
thib: Endalaust bull er þetta í þér :) Eina glætan í þessu hjá er að maður verður að hafa viljan til að verða listamaður, heimspekingur, bakari osfrv. En auðvitað ferðu í nám til að öðlast færni í þessum greinum, best er auðvitað að fara í formlegt nám (ef áhuginn er það mikill) til að fá góða kennslu. Hin leiðin er svo að leggjast í sjálfsnám. Sú leið hentar sumum, en öðrum ekki. En aðalatriðið er að maður verður að læra til að verða eitthvað, engin stekkur alskapaður út úr höfði guðanna. M.

Re: af einstaklingnum, samfélaginu og mér

í Heimspeki fyrir 20 árum, 8 mánuðum
Grundavallar skilyrði fyrir frjálsum vilja er að það saga okkar geti orðið að vild, þ.e. getum við valið að vild. Þetta má einfaldlega umreikna yfir í nokkuð sem er kallað frelsisgráður (e. degree of freedom). Einnig getum við flokkað frelsi okkur í nokkra flokka. Við getum þannig talað um eðlisfræðilegt frelsis. Það er að mörgu leiti mjög takmarkað. Vilji okkar er á tilteknu hniti í tímarúminu og miða við óravíddir þess, þá er frelsisgráða okkar tiltölulega lág, en virðist þó einhver. Við...

Re: Er til mannlegt eðli?

í Heimspeki fyrir 20 árum, 8 mánuðum
weedy: Hvað hefur flækjustig heilans að gera með það hvort til sé mannlegt eðli eða ekki? Með því að afsanna mannlegt eðli með eðliskostum manna eins og heila er auðvitað dæmt til að mistakast. Ef það er ekki til eitthvað sem heitir mannlegt eðli þá er það vegna þess að til er eitthvað annað fyrir utan manninn sem stýrir hegðun hans og gerir eðli hans síbreytilegt. Þetta eitthvað er líklega menningin. Önnur þversögn í málflutningi þínum er að afþví að heili manna er svo flókinn þá fá menn...

Re: Paradís þegar tíminn endar

í Heimspeki fyrir 20 árum, 9 mánuðum
já, what has religion to do with it :) M

Re: Paradís þegar tíminn endar

í Heimspeki fyrir 20 árum, 9 mánuðum
VeryMuch, ég er ekkert frá því að það sé góðar forsendur sem þessar fyrir kenningu af þessum toga. Það má jafnvel staðhæfa að heimurinn getur fullkomlega í dag verið í punktstærð, rúmfræðilega séð. Reiknirými netheima getur verið óendalegt af stærð, það eina sem þarf er tími og orð. Í sýndarheimi getur maður ferðast endalaust í allar áttir, allt til enda tímans, án þess að hreyfa sig spönn frá rassi (rúmfræðilega séð í kjötheimum). Þetta felst í því að reiknigjörvinn reiknar stöðugt upp nýtt...

Re: Borgarstjórinn og olíumálin

í Stjórnmál fyrir 20 árum, 9 mánuðum
geirag: Afhverju glata allir sjálfstæðismenn skynseminni frami fyrir rausinu í forsætisráðherra. Hann lifir í þeirri villu að við búum enn í lokuð og vernduð “samkeppnis” umhverfi. Það er alls ekkert verndað ef hinni pólitísku vernd er létt sviðinu. Esso og Skeljungur eru ekkert nema umboð fyrir þekkt vörumerki í bransanum. Heldur þú að einhverjir aðrir geti ekki fengið umboð fyrir þessi vörumerki með stuðningi “alvöru” Shell, Esso og fleirri olíurisa sem hafa áhuga á að komast inn á...

Re: Borgarstjórinn og olíumálin

í Stjórnmál fyrir 20 árum, 9 mánuðum
hreinbeck: Komist önnur félög inn á markaðinn sem eru ekki í samtryggingu hinna, þá einfaldlega er gömlu félögunum ekki stætt á að halda uppi verðinu. Láttu ekki Davíð Oddsson rugla upp í þér, enda er maðurinn sá hagsmunagæsluaðili olíufélaganna. M.

Re: Borgarstjórinn og olíumálin

í Stjórnmál fyrir 20 árum, 9 mánuðum
geirag spyr: Hver ætli muni borga brúsann á endanum ef olíufélögin fá 4 milljarða króna sekt? Ég held að það sé nokkuð ljóst að olíufélögin muni borga brúsann á endanum, það mun einfaldlega skapast svigrúm fyrir ný fyrirtæki á markaðinum, sem verða ekki fyrir barðinu á samráði gömlu félaganna sem eru samtaka um að halda uppi verðinu og halda öðrum nýjum félögum frá. Í þessu sambandi nægir að benda á Erwing Oil sem reyndi að komast inn á markaðinn, en olíufélögin beittu samtaka afli sínu að...

Re: Pælingar?

í Heimspeki fyrir 20 árum, 9 mánuðum
Ég er ekki frá því að þetta sé sammannleg þroskaganga sem flestir ganga í gegnum á milli tegtar og tvítugs. Ég er ekki frá því að á þessu stigi séum við að þroska samneyti okkar við menninguna öðru nafni mannsandann. Ég held að flestir ef ekki allir andans karlar og konur hafi gengið í gegnum þroskastig einveru og íhugunar, þar sem þau hafa átt spjall við sjálfa sig og menninguna (lestur bóka, hlustun á tónlist osfrv). Þetta er ekki ósvipað því og þegar fræ er látið spíra í jarðvegi, eða...

Re: Hvað er menning og hver borgar fyrir hana?

í Stjórnmál fyrir 20 árum, 10 mánuðum
zillus: Afhverju ættu fyrirtæki alfarið að styrkja listir og ef þau gera svo, kemur það þá ekki fram með einum eða öðrum hætti? Varðandi tónlistaskólana, þá eru þeir yfirleitt styrktir og reknir af sveitarfélögunum. Ríkið styrkir þá síðan að einhverju leiti. Væru tónlist og hljóðfæraleikur kennd í skólum eins og hver önnur námsgrein, væri þá ekki enn almennari tónlistaþekking í landinu? Miðgarðu

Re: Hvað er menning og hver borgar fyrir hana?

í Stjórnmál fyrir 20 árum, 10 mánuðum
Á ríkið að styðja við bakið á listsköpun? Ég held að flestir Íslendingar svari þeirri spurningu játandi, þegar þeir hafa kynnt sér málið örlítið. Ástæðan er einfaldlega sú, að annars hefðum við ekki hér leikhús, hér væru ekki gerðar kvikmyndir, hér væri ekki “æðri” tónlistarstarfsemi (kalla hana æðri því að á bakvið hana liggur margra ára nám tónlistarmannsins og gífurlegur þjálfunartími). Hér væri yfirhöfuð ekki rekin nein list önnur en list áhugamanna. Þetta er helsta ástæða þess að ríkið...

Re: Mun Matrix verða að veruleika?

í Heimspeki fyrir 20 árum, 10 mánuðum
erty: Þegar rætt er um gervigreind, er verið að vísa til þess að greindin sé búin til eftir öðrum leiðum en náttúrulegum. Gervigreind er þannig alvöru greind, hún bara greinir sig frá okkar að hún verður til eftir menningarlegum leiðum en ekki náttúrulegum. Midgardu

Re: Hvað er jafnrétti?

í Deiglan fyrir 20 árum, 10 mánuðum
gildakenningar eru stór þáttur í félagsvísindum. Ég hef marg ítrekar bent á þann þátt í skoðanamyndum okkar. Ég læt hins vegar nægja að vísa í þær, enda yrði of langt mál að gera grein fyrir þeim hér. Þú verður einfaldlega að lesa þér til um gildakenningar á öðrum stað eða að spyrja aðra um þátt þeirra í skoðunarmyndun okkar og á hvern hátt gildi hafa þvingandi áhrif á daglegar athafnir okkur. M.

Re: Hvað er jafnrétti?

í Deiglan fyrir 20 árum, 10 mánuðum
zaxi, ég leyt mig bara næga að beita fyrir mig menntahroka ef svo má að orði komast. Farðu og lærðu eitthvað í félagsvísindum, þá skulum við fara að tala saman. Fyrr veistu ekkert hvað þú ert að segja né hefur þú nokkurn skilning á eðli mismunar í samfélaginu. kveðja M.

Re: Hvað er jafnrétti?

í Deiglan fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Ja, hvernig skilgreinir þú jafnrétt, mér virðist það vera á einhvern undarlegan hátt? Jafnrétti er þegar þú á grundvelli verðleika þinna ert metin til jafns á við jafningja þína. Í gildishlöðnu samfélagi þar sem fordómar ríkja getur þú lent í þeirri aðstöðu að vera ekki metin til jafns við jafningja þína, þeir eru alltaf teknir fram yfir þig. Afhverju eru t.d. konur svona hlutfallslega fáar í æðstu stjórnunarstöðum. Kerfið mismunar þeim það er staðreynd. Þarna á sér stað kerfisbundin...

Re: Hvað er jafnrétti?

í Deiglan fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Félagslegir gildisdómar hafa þvingandi áhrif á okkur, og fá okkur oft til að trúa einhverju, eða breyta samkvæmt einhverju sem á ekki við nein rök að styðjast, en við tökum fyrir satt. Jákvæðri mismunun er ætlað að vinna gegn þessu. Hún gengur í báðar áttir. M.

Re: Góðverk fyrir annarra manna fé?

í Stjórnmál fyrir 20 árum, 11 mánuðum
geirag: Ég átta mig ekki alveg á hvað þú átt við. Ríkið er ekki að vinna nein góð verk, stundum gefur það jú í neyðarþjónustu. Stundum hjálpar það illa stöddum fyrirtækjum. Ég veit ekki hins vegarr ekki til þess að ríkið sé gangandi um götur gefandi betlurum peninga. Ef þú heldur hins vegar að velferðakerfið sé hluti af góðverkakerfinu, þá ert þú á villigötum. Velferðaþjónustan ákveðin aðferð til að koma í veg fyrir að fólk fari á vergang, leggist út á götu og gerist betlarar í stórum stíl....

Re: Hvað er jafnrétti?

í Deiglan fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Já, það er mjög líklegt að jákvæð mismunun leiði til þess að atvinnuveitandi finnist að hann sé að ráða vanhæfari manneskju. Það er einmitt þessi gildisdómur sem oft á ekki við nein rök að styðjast, sem jákvæðri mismunun er ætlað að vinna gegn. M.

Re: Hvað er jafnrétti?

í Deiglan fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Þegar verið er að meta hæfni manna til starfa, þá er fyrri starfsreynsla líka skoðuð og meðmæli fyrri vinnuveitenda. Það vegur þungt og jafngilt prófumgráðum.

Re: Hvað er jafnrétti?

í Deiglan fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Mér sýnist margir misskilja hugtakið jákvæði mismunin. Hún felur ekki í sér að verið sé að mismuna einstaklingum eða krafa um að taka jafnvel vanhæfari fram yfir hæfari. Jákvæð mismunun felur í sér að þegar velja á milli jafnhæfra einstaklinga þá skuli taka tilliti til félagslegra sjónarmiða. Félagslegu sjónarmiðin eru að sá einstaklingur sem tilheyrir félagshópi sem hefur verið beittur félagslegu misrétti skuli tekinn fram yfir einstakling af forréttindahópnum. Rökin fyrir jákvæðum mismun...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok