Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

midgardur
midgardur Notandi frá fornöld 464 stig

Re: Rauntölur

í Heimspeki fyrir 20 árum, 3 mánuðum
sæll ggp: Þú komst með ákveðnum skelligangi hér inn á sviðið, með athugasemdir um það hvernig sumir á þessu áhugamáli umgangast rauntölur. Ég held að flestir sem skrifa hérna geri það að einhverju marki skv. skilgreiningu (1) hjá þér. Samt ekki alveg. Segjum að nútíma heimspekingar (nú eða stærðfræðingar) ferðist um á flugvélum og með öðrum stórtækum vélum sem lærdómurinn hefur fært þeim í hendur, hérna ferðast flestir fótgangandi (utan okkar ágæta stjórnanda sem sveimar hér yfir á þyrlu :)...

Re: Tískumálefnin

í Stjórnmál fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Nú eru til tvær aðferðir til að koma í veg fyrir óæskilegt vændi, að banna það eða að gera vændi opinbert. Sjálfur er ég á því að vændi eigi að vera opinbert, það felur í sér að sá sem stundar vændi verður að sækja um starfsleyfi og starfa undir heilbrigðiseftirliti. Annað er bara að berja það lengra inn í skúmaskotin og það er af hinu slæma. M.

Re: Ríkisstjórnin og valdhroki

í Stjórnmál fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Sæl Nishanti, ætlaði einmitt að skrifa grein um þennan valdhroka ríkisstjórnarinnar. Þar á bæ virðast menn helst meta ágæti sitt á því hversu vel þeim tekst að berja mál í gegn, en ekki hversu góða samstöðu þeir ná um mál. Slík hegðun er ekkert nema valdhroki og hættuleg lýðræðinu og helsta einkenni fasista! M.

Re: Rauntölur

í Heimspeki fyrir 20 árum, 3 mánuðum
ggp: Sæll aftur, ef við leikum okkur áfram með Lísu í Undralandi og horfum á hana ganga eftir talnalínunni í átt að kvaðratrótinni af tveimur, þá sjáum við hana sökkva í dýpra og dýpra niður í kviksyndið í óendanlegri nálgun að áfangastaðnum. Kanínan ágæta fer hins vegar öðruvísi að. Í stað þess að ganga eftir talnalínunni þá stígur hún eitt skref í 45° út á talnaflötin útfrá talnalínunni og síðan beygir hún 90° á fyrri stefnu og stígur eitt skref á talnalínuna og viti menn, hún lendir...

Re: Hvað er synd?

í Heimspeki fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Manilla minn, stundum er talað um trollara á spjallsvæðum Netsins, einstaklinga sem virðast ekki hafa annan tilgang með spjalli sínu en að rífast, mér sýnist þú vera einn slíkur ;) M.

Re: Rauntölur

í Heimspeki fyrir 20 árum, 3 mánuðum
sæll ggp: Það sem ég er í vandræðum með er að staðsetja eitthvað sem hefur óendanlega langa runu “kommutalna” á talnalínu. Nú skiptir það ekki öllu máli hvort ég sé of stór til þess í reyndinni, en í hinum ímyndaða heimi er mér svipað farið örinni sem kemst aldrei í mark, ég verð að fara aðeins lengra og svo aðeins lengra því alltaf bætist einn aukastafur við. Þetta virðist mér vera svipuð þrautaganga og komast undir regnbogann. Í þessum ímyndaða heimi er ég Lísa í Undralandi sem getur sagt...

Re: stærðfræðileg pæling

í Heimspeki fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Skemmtileg pæling. Hins vegar er yfileitt notuð prósenta þegar verið er að skipta ójafnt á milli, ég held að það sé ómögulegt að gera það með einni tölu. M.

Re: Rauntölur

í Heimspeki fyrir 20 árum, 3 mánuðum
ggp: Nú bað ég þig um að nota talnalínu til að marka þessar stærðir en þú virðist nota flöt til þess. Þess vegna virðist það ekki alveg duga að nota talnalínu eina og sér til að marka allar rauntölur á talnalínu. Fyrr voru tvinntölur kallaðar til leiks, þær eru staðsettar á fleti. Spurningin er því þarf þá ekki talnaflöt til að marka allar línur á talnalínu? Síðan man ég ekki hvort tvinntölur eru í flokki rauntalna eða ekki. M.

Re: Rauntölur

í Heimspeki fyrir 20 árum, 3 mánuðum
ggp: Af því að við erum hér á heimspekiáhugamálinu, þá langar mig til að spyrja þig hvar og hvernig við staðsetjum óræðar tölur eins og pí, kvaðarrótina af 2 osfrv. á línulegan ás? Hef lengi velt því fyrir mér en aldrei fundið almennilegt svar. M.

Re: Ef engin heyrir

í Heimspeki fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Hér eins og að heyra, þarf einhvern til að sjá, því sést ekkert en skyn ljóseinda getur auðvitað átt sér stað. Athugaðu hér að við að skynja (sjá, heyra, finna lykta osfrv) þarf skynfæri og eitthvað til að vinna úr skynjuninni t.d. heila. M.

Re: Hvað er synd?

í Heimspeki fyrir 20 árum, 3 mánuðum
manilla, mikið ertu nú tregur elsku karlinn minn. Kirkjan er samfélag sem veitir fyrirgefningu, það skiptir ekki máli hvort Guð sé til eða ekki. Nú má það vera að söfnuðurinn trúi því að það sé Guð sem veitir fyrirgefninguna, frá mannfræðilegu sjónarhorni skiptir það ekki öllu máli, það sem skiptir máli er að til er samfélag þar sem fyrirgefning er veitt skilyrðislaust. Það skiptir ekki máli þótt syndarinn brjóti af sér aftur og fremji sama afbrotið aftur og aftur, biðji hann um...

Re: Hvað er synd?

í Heimspeki fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Mannilla, ég átta mig ekki alveg á hvað þú ert að fara, á síðunni segir: V. (Á undan syndajátningu) Forsenda syndajátningarinnar sést vel í orðunum : ,,Í ljósi sannleika þíns sé ég og viðurkenni að ég hef syndgað”. Við undirbúum okkur fyrir gönguna til Guðs borðs og leitum fyrirgefningar og sátta. Þessi undirbúningur getur einnig farið fram í upphafi messunnar í stað meðhjálparabænarinnar (kórbænarinnar). M.

Re: Hvað er synd?

í Heimspeki fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Duff: Nú er ekki verið að tala um kristni, heldur er verið að fjall aum fyrirbæri, sem á vissan hátt á sér heimspekilegar rætur, og skoða hvernig það er praktísérað. Af þessu er verið að reyna að draga heimspekilegar ályktanir um efnið. Viðfangsefnið er þannig á mörkum trúarspeki og félagsspeki, sem hvort tveggja geta verið undirgreinar heimspeki eins og stjórnspeki og hagspeki. M.

Re: Hvað er synd?

í Heimspeki fyrir 20 árum, 4 mánuðum
manilla: syndajátningin og fyrirgefning skiptir miklu máli í lúterskri guðsþjónustu. Kíktu t.d. inn á vef þjóðkirkjunnar: http://www.kirkjan.is/kirkjustarf/?hel gihald/messuskyringar M.

Re: Hvað er synd?

í Heimspeki fyrir 20 árum, 4 mánuðum
gamehunter: “Leikrit” er sögn sem sögð er með leikþætti, ég á því einfaldlega við að það er verið að segja eitthvað með guðþjónustu á leikrænan hátt. Það er ekki verið að tala um “leikrit” á neikvæðan hátt, þ.e. í merkingunni blekking. M.

Re: Hvað er synd?

í Heimspeki fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Sæll bossanova: Það er minn klaufa skapur að hafa ekki sagt það skýrar, en það sem gárast ekki er hin fullkomna elska sem viðkomandi ber til syndarans fyrir játninguna. Dæmi er að elskan til makans hverfur ekki, eða gárast í reiði þótt hann viðurkenni að hafa haldið framhjá heldur er það fyrirgefið og eingöngu sagt: Ég fyrirgef þér, en gerðu þetta ekki aftur. Taugakerfið mitt þyldi ekki svona, ég myndi byrja á því að blossa upp í reiði og hugsanlega fyrirgefa eða fyrirgefa ekki. Maki minn...

Re: Rauntölur

í Heimspeki fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Þetta hefur mér einmitt alltaf fundist, að rauntölur séu hjarta og lungu leikvallar stærðfræðinga. Er ég höfundi hjartanlega sammála og blæs á allar mótbárur. M.

Re: lítið rökdæmi

í Heimspeki fyrir 20 árum, 4 mánuðum
gthth: sjáðu til (1) segir ósatt (2) eða (3) segja ósatt af því leiðir að tveir segja örugglega ósatt. (2) segir að þrír segja satt en það gengur ekki þar sem við höfum sýnt fram á að 4-2=2 segja satt. Það er því (2) sem segir ósatt en (3) segir satt. M.

Re: lítið rökdæmi

í Heimspeki fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Vil endurskoða fyrra svar til þín: (1) allir segja ósatt (ó) (2) einn segir ósatt = þrír segja satt (ó) (3) tveir segja ósatt (s) (4) segir satt (s) óbein fullyrðing (2) um að þrír segja satt fær ekki staðist, þar sem annað hvort (2) eða (3) eru sannar og þar með erum við amk. með tvo sem segja ósatt ((1) og (2) eða (3)) og því geta ómögulega þrír sagt satt. Fullyrðing (2) fær því ekki staðist. M.

Re: lítið rökdæmi

í Heimspeki fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Fyrirgefðu, ruglaðist á að heiðursmenn segja ósatt en þorparar segja satt. M.

Re: lítið rökdæmi

í Heimspeki fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Sæll, 3. er jú svolítið trikkí en hann hlýtur að vera að segja satt, því annars væri 2. segja satt sem þú sýnir ágætlega fram á að segir ósatt vegna þess að svar þess 3. sýnir að amk. 2 eru að ljúga. Fullyrðing þriðja getur því ekki verið annað en sönn. Heiðursmennirnir eru tveir (1 og 2) og þorpar tveir (3 og 4) M.

Re: lítið rökdæmi

í Heimspeki fyrir 20 árum, 4 mánuðum
3. og 4. segja segja satt. Sá 1. getur ekki sagt satt þar sem ef hann er heiðursmaður þá segir hann alltaf ósatt, sem hann hlýtur að gera í þessu tilviki. 2. getur ekki sagt satt þar sem 3. segir hann segja ósatt og þá eru ósannindamenn (heiðursmenn) í hópnum amk. 2 og því fullyrðing 2 ósönn. Eftir stendur því að 3 og 4 segja satt, þ.e. að heiðursmennirnir eru tveir í hópnum og að 4 er þorpari sem segir alltaf satt. M.

Re: Glæpur -Hvað er það?

í Heimspeki fyrir 20 árum, 4 mánuðum
andri: Það er rétt að það er hægt að setja lög um allan fjandan, líka það sem við myndum kalla ólög og jafnvel glæpsamleg lög. Lög sem virðast hafa þann eina tilgang að gera líf stórs hluta samfélagsins að hreinu helvíti. Það er rétt! Lög um gyðinga í Þýskalandi nasismans geta verið dæmi um slík lög. Lög sem skylda hinn löghlýðna til að fyrirlíta náunga sinn og beita hann misrétti og ofbeldi. Í orðræðu nasismans var þetta hins vegar spurning um réttlæti. Réttlæti þriðja ríkisins. Í...

Re: Sameining Þýskalands, ástæður og afleiðingar.

í Sagnfræði fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Þakka þér fyrir þessa grein. Hef sjálfur haft meiri áhuga á hugmyndasögunni og því var talsvert gap hjá mér um þennan hluta sögunnar. M.

Re: Glæpur -Hvað er það?

í Heimspeki fyrir 20 árum, 4 mánuðum
gthth: Það er rétt að ég er að velta fyrir mér ástæðu fyrir lagaákvæði. Afhverju dettur okkur í hug að setja lög um einhverja hegðun og skilgreina hana glæp í lagalegum skilningi? Þú notar orðið glæpsamlegur um slíka hegðun, ef ég skil það rétt þá getur hegðun verið glæpsamleg þótt hún sé ekki orðin glæpur í lagalegum skilningi. Hér er ég því að tala um glæpsamlega hegðun, sem á stundum hefur öðlast lagalega skilgreiningu sem glæpur. Samkvæmt minni hugsun er öllum stundum glæpsamlegt að...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok