Mér finnst spurning á hvern hátt við óttumst dauðann. Dags daglega óttast ég ekki dauðann og býst við að svo sé um flesta. Standi ég hins vegar frami fyrir hættulegum kringumstæðum þá er ég hræddur við dauðann, enda er hann þá á næstu grösum, svo er einnig um flesta. Þetta held ég að sé eðlilegur ótti við dauðann, án eðlilegs ótta við dauðann þá sýnum við fífldirfsku og gætum verið að sóa lífi okkar. Hins vegar getur stundum verið dásamlegt að storka dauðanum, en um leið erum við að storka lífinu. M.