Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

midgardur
midgardur Notandi frá fornöld 464 stig

Re: Er ekkert til í einhverju og erum við lifandi

í Heimspeki fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Það er bara til ein tegund af stafnum/hljóðinu e. Hins vegar er bara til ein tegund af Elías og Elva. Þetta er svona álíka og með múrsteina, það gætu allir múrsteinar verið eins en til margar tegendur af húsum, þ.e. það er munur á strúktur og staki, ein af undirstöðum strúktúralismans. M.

Re: Er jafnrétti æskilegt? -þankar

í Heimspeki fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Ég er þér 100% sammála nologo, það að hætta að “hætta að gera undantekningu fyrir sjálfa sig” hefur ekkert með jafnrétti að gera. Við erum einsaklingar og því hvert og eitt okkar undantekning frá öðrum. Án þess að leiða að því rökum þá sé ég ekki betur en það er einmitt undantekning okkar sem einstaklingar sem okkur ber að þroska og efla, þannig “nýtumst” við best í samfélagi þar sem jafnrétti ríkir. M.

Re: Glæpur og refsing?

í Deiglan fyrir 19 árum, 9 mánuðum
Ég þekki ekki til málsatvika, né heldur þekki ég til sálfræðigreiningar á manninum. Það eina sem ég veit er það sem þú skrifar. Fyrst er að nefna það að maðurinn virðist hafa fengið 5 ára fangelsinsdóm, þar af er honum gert að sitja inni í 3 mánuði, en hinir eru á skilorði. Honum virðist vera sett þröng skilyrði og ef hann rífur þau þá verður hann að fullnusta dóminn í fangelsi. Forsenda dómsins virðist vera sú að þegar kynhvöt hans hafi verið að mótast þá varð hann fyrir barðinu á...

Re: Engin samstaða um ríkisstjórnina !

í Stjórnmál fyrir 19 árum, 9 mánuðum
Góð grein, það er nauðsynlegt að benda á allt lýðskrumið sem forysta sjálfstæðisflokksins er farin að beita fyrir sér. Sannleikanum er þar snúið á hvolf, eins og þegar í ljós kom að orð sem forsætisráðherra voru dæmd dauð og ómerk, skuli vera gullsígildi því þau verða aldrei aftur tekin eins og glataður meydómur. Forsætisráðherra vann því málið!!! Hvað er gerast hér? M.

Re: Óttast þú dauðann?

í Heimspeki fyrir 19 árum, 9 mánuðum
Mér finnst spurning á hvern hátt við óttumst dauðann. Dags daglega óttast ég ekki dauðann og býst við að svo sé um flesta. Standi ég hins vegar frami fyrir hættulegum kringumstæðum þá er ég hræddur við dauðann, enda er hann þá á næstu grösum, svo er einnig um flesta. Þetta held ég að sé eðlilegur ótti við dauðann, án eðlilegs ótta við dauðann þá sýnum við fífldirfsku og gætum verið að sóa lífi okkar. Hins vegar getur stundum verið dásamlegt að storka dauðanum, en um leið erum við að storka lífinu. M.

Re: Sjálfsmorð?

í Heimspeki fyrir 19 árum, 10 mánuðum
ja sjálfur líður mér þannig í dag að einhvern tíma hefði ég kannski hugsað um sjálfsmorð. Í dag hef ég hins vegar miklu meiri áhuga á að rústa lífi mínu og sjá hvað skeður. Mér finnst það alla vega miklu áhugaverðari kostur því þá er hægt að fylgjast með hruninu, all for the fun of it :) Mæli því með að þú fáir eitthvað kikk út úr þessu og lifir lífinu lifandi, það er miklu skemmtilegra en dauðinn :D M.

Re: Varðandi STEF gjöld

í Stjórnmál fyrir 19 árum, 10 mánuðum
ég held að STEF gjöldin séu komin til að vera en kannski ekki í þeirri mynd sem þau eru í dag. Með aukinni sókn í tónlistar- og myndefni á netið þá verður einfaldlega greitt gjald til höfunda þannig. M.

Re: Rökfræðin og stjórnarskráin

í Heimspeki fyrir 19 árum, 10 mánuðum
Varðandi synjunarrétt forseta á lögum, þá held ég að mun eðlilegra sé að setja einhverjar hömlur þann rétt forseta, eða setja einhver frekari ákvæði um hann í stað þess að setja einhverjar takmarkanir á þjóðaratkvæði aðrar en gilda í almennum kosningum. Ákvæði um synjunarrétt forseta geta t.d. verið krafa um að amk. 1/3 eða 1/4 kosningabæra einstaklinga skori á forseta að synja lögin og setja í þjóðaratkvæði. Ef ekki komi til slík áskorun þá geti 2/3 hlutar eða 3/4 hlutar Alþingis ályktað...

Re: Skapaði sköpunin Skaparann?

í Heimspeki fyrir 19 árum, 10 mánuðum
Getur það ekki bara verið blekking tímaskynjunar okkar. Segjum að heimurinn hafi upphaf og endi, köllum upphafið suðurpól en endinn norðurpól. Hin þríðvíði heimur sem við þekkjum er síðan yfirborð á þessum fjórvíða heimi. Upphafið og endirinn hafa því enga sérstaka merkingu aðra en að vera tvö andstæð skaut á tímarúminu. Það er eingöngu sjónhverfing okkar sem skynjum bara einstefnu í tímaferli rúmsins að við gefum því einhverja merkingu þar sem sköpunin virðist vera á undan því sem við...

Re: Rökfræðin og stjórnarskráin

í Heimspeki fyrir 19 árum, 10 mánuðum
Nú er það þannig að það hafa ekki allir áhuga eða skoðun á máli. Það á hins vegar ekki að hafa neikvæð áhrif fyrir þeim sem hafa áhuga og skoðun á máli. Leti hefur sjaldan verið talin dyggð :) Það verður líka að hafa í huga að stundum snerta lög bara minnihluta þjóðarinnar miklu og jafnvel það miklu að verði þau í lög sett þá muni lífskjör hans skerðast alvarlega. Lögin snerta kannski ekkert meirihluta þjóðarinnar og lætur hann sig þau litlu varða. Á þá tómlæti meirihlutans spilla svo fyrir...

Re: Rökfræðin og stjórnarskráin

í Heimspeki fyrir 19 árum, 10 mánuðum
gthth skrifaði: “Sjálfum finnst mér ekki óeðlilegt að farið yrði fram á að meirihluta kosningabærra manna - óháð því hve margir mæta á kjörstað - þurfi til að hnekkja lögum frá réttkjörnum þingmeirihluta, þótt ég skilji líka vel að mörgum þætti ekki rétt að setja slíka reglu núna”. Nú er það þannig að þegar kosið er um já/nei afstöðu til eins atriðis þá eru möguleikarnari í raun fleiri eða: (1) já (2) nei (3) auður (4) ógildur (5) mætti ekki á kjörstað Já og nei afstaðan eru nokkuð skýr,...

Re: Hernaðarhyggja

í Stjórnmál fyrir 19 árum, 10 mánuðum
Þakka þér Gyzmo, rétt er það, það er víst nafni hann Willis sem hefur verið að streða við halda merki síðasta skátans á lofti. M.

Re: Hernaðarhyggja

í Stjórnmál fyrir 19 árum, 10 mánuðum
Ætlaði að segja gert græðgina að dyggð. En víst að ég er byrjaður aftur. Þá held ég að ekki sé fjarri því að á valdatíð Reagans birtast Bandaríkin í fyrsta skipti sem stórveldi í heimsmálum. Framað þeim tíma hafði ímynd þeirra frekar verið eins og litli saklausi skátinn sem er að bjarga heiminum, en þarna á þessu tímaskeiði er þetta ríki í fyrsta sinn að fá á sig streka ímynd Rómaveldis, en gríska ímyndin, hins borgaralega lýðræðis er að fjara út. Í dag er þessi myndbreyting orðin alger,...

Re: Hernaðarhyggja

í Stjórnmál fyrir 19 árum, 10 mánuðum
Ég held að það sé eðlilegast þegar rætt er um jafnvalda mikil embætti og forsetaembætti USA að skilgreina forsetana frekar sem stofnum en sem persónur. Persónan er fyrst og fremst andlit þessarar stofnunar og sá hluti hennar sem á að hala inn atkvæðin. Öll þökkinn eða vanþökkinn lendir því óhjákvæmilega hjá þeim sem fer með embættið. Það var gríðarlega öflug maskína sem stóð að baki Reagan og hún áorkaði miklu hvort sem okkur líkaði betur eða verr. Hennar mesta “afrek” var sennilega að...

Re: Rökfræðin og stjórnarskráin

í Heimspeki fyrir 19 árum, 10 mánuðum
ojb, þingræði er það þegar ráðherrar sitja í skjóli þings, þ.e. að þingmeirihluti styður sitjandi ríkistjórn. Löggjafarvaldið hefur þannig ekkert með þingræðið að gera í sjálfu sér. Þingræðið snýr miklu fremur að framkvæmd laganna þar sem meirihluti Alþingis ræður hverjir fara með æðsta framkvæmdarvaldið (fyrir utan forseta). Þingræði er mjög algengt í konungsríkjum, en þar hefur þetta vald verið flutt frá krúnunni til löggjafarþingsins. Önnur útfærsla getur verið eins konar forsetaræði en...

Re: Rökfræðin og stjórnarskráin

í Heimspeki fyrir 19 árum, 10 mánuðum
Gallinn við 50% regluna er að við vitum ekki afstöðu þeirra sem mættu ekki á kjörstað. Var eitthvað á kjördeginum sem hamlaði kjörsókn helmings kjörgengra, eða eru þeir að láta einhverja skoðun í ljósi og þá hverja? Það er borgarleg skylda kjörgengra einstaklinga í lýðræðisríki að neyta kosningarréttar síns, en sem betur fer þá er þessi borgaralega skylda ekki færð í lög, eins og ráða hefði mátt af ummælum mínum um lögbrjótana (og biðst ég velvirðingar á því). Frelsið er líka ein af megin...

Re: Hernaðarhyggja

í Stjórnmál fyrir 19 árum, 10 mánuðum
má ekki vera að ofuraflinu sé vitlaust beitt og það sem meira er, það er verið að nota baráttuna gegna hryðjuverkum sem átyllu að ráðast inn í ríki sem búa yfir lífsnauðsynlegum náttúruauðlindum. Þrátt fyrir pyntingar, dráp á óbreyttum borgum hefur innrásarhernum ekki tekist að sýna fram á nein tengsli Íraks við hryðjuverkahópa né heldur hafa fundist gereyðingarvopnin margumtöluðu. Hvað eru þetta annað en stríðsglæpir hinna viljugu? Ronald Reagan á auðvitað enga sök, nema kannski þá að vera...

Re: Rökfræðin og stjórnarskráin

í Heimspeki fyrir 19 árum, 10 mánuðum
Nú verður að hafa í huga að í lýðræðisríki þá er það lýðurinn, þjóðinn sem ræður. Í okkar útfærslu þá kýs lýðurinn sér fulltrúa á löggjafar þing til að fara með þetta vald sitt dags daglega. Þjóðin er hins vegar ekki að afsala sér þessu valdi yfirhöfuð. Það er þingið sem situr í skjóli lýðsins en ekki öfugt. Það er lýðurinn sem ræður alltaf að lokum. Lýðurinn á því ekki að þurfa að fara eftir einhverjum strangari reglum en almennt gilda um kosningar. Reyndar erum við komin að grunnrótum...

Re: Lífið sjálft.

í Heimspeki fyrir 19 árum, 10 mánuðum
Já gthth er manna fróðastur um þessi mál og ekki amalegt að hafa aðgang að honum í þessu :) Varðandi þetta með tilganginn þá er kannski ekki úr vegi að tala um tvenns konar tilgang. Annarsvegar altækan tilgang sem gildir fyrir heiminn í sjálfum sér og hins vegar sjálfhverfan tilgang sem hver persóna setur sjálfri sér. Það er mjög erfitt fyrir okkur að segja nokkuð um þennan altæka tilgang, hann er yfirpersónulegur og hefur í sjálfu sér kannski lítið með líf okkar að gera, nema bara á þann...

Re: Rökfræðin og stjórnarskráin

í Heimspeki fyrir 19 árum, 10 mánuðum
Nú legg ég ekki dóm á hvort framkvæmdarvaldið hafi vanhelgað forsetavaldið, það er fyrir utan þetta. Varðandi 75% regluna, þá verður að hafa í huga að grunnregla lýðræðsins er að meirihlutinn ræður. Eins og margsinnis hefur verð bent á þá getur með svona reglu minnihlutinn kúgað meirihlutann, þar sem það þarf ekki nema 25% til að ógilda kosninguna þannig að hún hafi ekki lagalegt gildi. Þetta þarf þó ekki að gilda um öll mál, því ef kosið væri um fleiri en eina já/nei afstöðu þá gæti allar...

Re: Lífið sjálft.

í Heimspeki fyrir 19 árum, 10 mánuðum
Ég er ekki alveg sammála þér um að vinnan sé tilgangur lífsins. Það má segja að einhver vinna sé okkur nauðsyn. Við þurfum alltaf að inna af hendi einhvers konar vinnu til að komast af, þó ekki sé nema að draga andann og kyngja matnum. Andspænis vinnunni er tómstundin. Enska orðið leisure er runnið úr forngrísku ef ég veit rétt, en forn grikkir töldu það mikla skömm að vinna en tómstundin var þeim allt. Þeir hefðu sennilega frekar sett þetta upp þannig að markmiðið sé að eiga sér tómstund....

Re: Heimspeki í Konungi Ljónanna

í Heimspeki fyrir 19 árum, 10 mánuðum
Raziel: Skemmtileg skoðun, sérstaklega í ljósi þess að myndin gerir allt til að fegra og göfga yfirstéttina, en láta gera hlut þeirra sem fá ekkert nema molana af hinu ríkmannlega veislu hennar vera sem verstan. Það má spyrja sig afhverju, hvaða boðskap er myndin að koma til skila, er hann eitthvað sem við viljum halda að börnunum okkar? Segja má að það hafi verið heimspekingurinn Karl Marx sem sé upphafsmaður að svona rýni. M.

Re: Rökfræðin og stjórnarskráin

í Heimspeki fyrir 19 árum, 10 mánuðum
Sendi fyrri póst aðeins of snemma. Í annarri grein má ráða að forseti hafi tvenns konar vald, löggjafarvald og framkvæmdarvald. Skv. 11. gr þá er forsetinn ábyrgðalaus af stjórnarathöfnum. Í 13. grein kemur fram að forseti afsalar framkvæmdarvaldið til ráðherra. Í 26. greininni kemur fram að forseti afsalar sér löggjafarvaldinu í hendur þjóðinni en ekki til þingsins. 19. greinin er úrslita atriði um þetta þar sem bæði forseti og ráðherra verða að undirrita lög til að þau öðlist gildi. Sú...

Re: Rökfræðin og stjórnarskráin

í Heimspeki fyrir 19 árum, 10 mánuðum
Onnur greinin segir: 2. gr. Alþingi og forseti Íslands fara saman með löggjafarvaldið. Forseti og önnur stjórnarvöld samkvæmt stjórnarskrá þessari og öðrum landslögum fara með framkvæmdarvaldið. Dómendur fara með dómsvaldið Ellefta greinin segir: 11. gr. Forseti lýðveldisins er ábyrgðarlaus á stjórnarathöfnum. Svo er og um þá, er störfum hans gegna. Þrettánda greinin segir: 13. gr. Forsetinn lætur ráðherra framkvæma vald sitt. Nítjánda greinin segir: 19. gr. Undirskrift forseta lýðveldisins...

Re: Rökfræðin og stjórnarskráin

í Heimspeki fyrir 19 árum, 10 mánuðum
Popcorn: Ha? Hvorki forseti né ráðherra geta skrifaðu undir skjal sem hafnar einstökum atriðum stjórnarskrárinnar. Um breytingu á stjórnarskrár gilda sérstök ákvæði sem eru önnur en lagasetning. Ef breyta á stjórnarskrá þá gerir yfirstandandi þing tillögu um breytingar, þing er síðan rofið og kosið á nýtt Alþingi. Það er síðan hið nýja þing sem annað hvort samþykkir eða synjar tillögum að breytingu á stjórnarskránni. Forseti og ráðherrar koma þar hvergi nærri. Vil taka fram að ég skrifa...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok