Góðverk fyrir annarra manna fé? Góðverk eru góð verk. Um það deilir enginn. Mannlegt eðli okkar segir okkur að hjálpa náunganum sé hann í nauð. Við vorkennum betlurum á götunni og viljum ekki vita til þess að sumt fólk þarf að hírast úti í fimbulkulda í þunnri flík af því það kemst hvergi í skjól. Við erum almennt til í að aðstoða þá sem minna mega sín og hjálpa fólki sem hrasar á lífsleiðinni að komast aftur á lappirnar. Þetta er einhvern veginn innrætt í okkur og um það er allt gott að segja.

Góðverk eru hins vegar ekki alltaf gerð af svo göfugri hugsjón að verið sé að hjálpa einhverjum. Það er nefninlega ekki hægt að gera góðverk fyrir annarra manna fé, sem var aflað með hótunum um fangelsisvist og refsingar (lesist: skatta). Hugsanlega er hægt að koma í framkvæmd góðum verkum, en góðverk verða þau seint á meðan einhver er þvingaður til að taka þátt í þeim. Þetta á til dæmis við um góðverk sem ríkisvaldið sér um. Þau eru ekki góð verk. Ríkisvaldið innheimtir pening frá fólki og spyr ekki um álit þess. Þessum pening útdeilir ríkið svo til þeirra sem það telur að hafi þörf fyrir hann. En þetta hefur tvær afskaplega slæmar afleiðingar:

1. Fólk telur sig vera búinn að gera “sinn skerf” í nafni góðverka með því að borga skattinn sinn.

Þetta er auðvitað alrangt eins og við könnumst öll við. Daginn út og daginn inn hrópar og galar fólk yfir því hvað vantar mikinn pening til að “aðstoða” og “hjálpa” þeim sem minna mega sín eða hafa lent í áföllum, bæði á Íslandi og erlendis. Hvert beinir fólk orðum sínum? Jú til ríkisins. Hvers vegna það? Jú því fólk veit almennt að ríkið þvingar okkur til að greiða skatta sem það þykist síðan ætla nota til að leysa öll vandamál þeirra sem þurfa á aðstoð að halda. Fyrir vikið leggur fólk mun minna til hliðar í nafni góðverka og góðgerðarstofnanir sem sinna hlutverki sínu mun betur en ríkið líða fyrir það, á meðan þeir sem eru áfram upp á ríkið komnir með aðstoð geta sig hvergi hreyft.

2. Ríkið sóar peningum sem eru eyrnamerktir góðverkum.

Þetta sanna ótalmörg dæmi. Ríkið fer afskaplega illa með peninga og þótt verið sé að ræða góðgerðarstarfsemi þá breytir það litlu þar um.

Mæli með lestri á þeim texta sem eftirfarandi tilvitnanir eru úr. Hann fjallar um kosti einkarekinnar góðgerðarstarfsemi umfram hinnar opinberu:

“First, private charities are able to give individual attention in ways that governments can?t. Government regulations must be designed to treat all similarly situated recipients alike. Most government programs provide cash or other goods and services without any attempt to differentiate between recipients. The sheer size of government programs works against individualization. …

Second, private charity is more likely to focus on short-term emergency assistance than on long-term dependence. Private charity provides a safety net, not a way of life. Moreover, it is far easier for private charities than for government to demand that the poor change their behavior: governments are often hamstrung when they require recipients to stop using alcohol or drugs, look for a job or avoid pregnancy. Private charities are much more likely than government programs to offer individual counseling and monitoring rather than simply cut a check. …

Finally, and perhaps most important, private charity requires a different attitude on the part of both recipients and donors. Recipients learn that private charity is not an entitlement but a gift carrying reciprocal obligations. Donors learn that private charity demands they become directly involved. There is no compassion in spending someone else's money–even for a good cause. True compassion depends on personal involvement.

Thus private charity is ennobling for everyone involved, both those who give and those who receive. Government welfare ennobles no one.”
<a href="http://www.cato.org/dailys/7-01-97.html“>http:/ /www.cato.org/dailys/7-01-97.html</a>

Verð að skjóta þessu með því þetta er sláandi:

”By insisting that the poor take responsibility for their lives, the [Gospel Rescue Ministries] has been extraordinarily successful in helping its clients put their lives back together. For example, nearly two out of three of the addicts completing its drug treatment program remain drug free. But a government-run drug treatment center just three blocks away has only a 10 percent success rate, although it spends nearly 20 times as much per client.“

Já það er rétt sem þið skiljið: Ég held að ”góðgerðarstarfsemi" ríkisins sé betur borgið í höndum einstaklinga. Ég tel að þeir sem þurfi á hjálp að halda fái meiri og betri hjálp frá einstaklingum og einkareknum góðgerðarstofnunum en þeir geti nokkurn tímann vænst frá ríkinu. Skiptir þá engu máli hve gott hjartalag hinna opinberu góðgerðarstofnanastarfsmanna er eða hve miklum skattpening er varið í góðgerðarmál. Einstaklingar og einkareknar stofnanir hafa gert betur og munu alltaf gera betur við þá sem þurfa á hjálp að halda.