Ég held maður sé aldrei útskrifaður í heimspeki. Nú er ég búin með 3 áfanga í heimspeki og fékk 6 í einkunn í þeim öllum. Samt fannst mér ég alltaf hugsa voða háfleygt og heimspekilega.

Heimspekikennarinn sagði nú að við værum öll einhverjir heimspekingar í okkur í hugsun. Mér finnst maður aldrei vera búinn með heimspeki. Nú á ég eitt ár eftir í skóla og útskrifast næsta vor. Ég fer ekki í heimspeki í vetur, en er óánægð með að hafa bara fengið 6 alltaf í einkunn því ég gjörsamlega lá yfir bókunum. Gæti það bara verið kennarinn sem var ósammála svörunum mínum í prófunum af því að það stangaðist ekki við hans álit?

Hann hefur nefnilega viðurkennt sjálfur að hann sé þröngsýnn og hann á ófá rifrildi við nemendur sem tala mest…það er alltaf einn til tveir í hverjum hóp sem vilja deila stöðugt um hlutina á meðan hinir kannski þegja. Myndi ég fá hærri einkunn hjá öðrum kennara sem ekki væri svona þröngsýnn og fastur á sínum skoðunum? Mér fannst ég nefnilega vera hörkudugleg að lesa heimspeki og mynda mér skoðanir síðasta vetur!!!

Bókin var á frekar þungri og háfleygri ensku og þunglesin…mér fannst ég eiga hærri einkunn skilið fyrir að liggja yfir þessu! En nóg um það, nú er þetta búið, þó að margar af þessum hugsunum í heimspeki sitji enn í manni. Það rifjast alltaf eitthvað upp:) það er kannski það sem skiptir mestu máli;)