Ég sendi inn grein um styrki fyrir nokkru og tók þá lítiðlega á styrkjum til menningar. Ég taldi ekki þörf á því að taka sérstaklega á menningarstyrkjum þar sem þeir eru svo augljóslega fáránlegt fyrirbæri. Því kom mér á óvart klausa um mennigu í stefnumálum ungra jafnaðarmann en hún hljóðar svo:

“Margt af menningunni spjarar sig ágætlega og þarfnast ekki stuðnings opinberra aðila. En um leið er ljóst að mörg svið menningarinnar lúta ekki lögmálum markaðarins, hvort sem er vegna of lítils markaðar eða vegna ,,skorts á arðsemi”. Þannig eru margar menningar- og listastofnanir sem ríki og sveitarfélög reka, auk alls stuðningsins við sjálfstæða listastarfsemi áhugamanna. Þessum fjármunum þykir Ungum Jafnaðarmönnum vel varið og þannig er hægt að ,,leyfa þúsund blómum að blómstra”. Stofnanir sem um ræðir eru m.a. Sinfóníuhljómsveit Íslands, Þjóðleikhúsið, Borgarleikhúsið, Ríkisútvarpið, Íslenska óperan, og fleiri í þeim dúr. Án þeirra væri mannlífið fábreyttara því einkaaðilar sjá sér einfaldlega ekki hag í að sinna ýmislegt af þessari starfsemi. Það sannar reynslan. Við eigum að gefa allri menningu tækifæri, ekki bara þeirri menningu sem byggist eingöngu á markaðsforsendum” (tekið af vef ungra jafnaðarmanna: http://www.politik.is/)

Ég verð að segja að það er mér algjörlega hulið afhverju UJ sjá ekki kaldhæðnina í þessu. Ef við förum rétt yfir þetta þá kemur nefnilega ýmislegt í ljós. Fyrst byrja þeir á að segja:

“….En um leið er ljóst að mörg svið menningarinnar lúta ekki lögmálum markaðarins, hvort sem er vegna of lítils markaðar eða vegna ,,skorts á arðsemi….”
Með öðrum orðum fólk hefur ekki nægan áhuga á einhveri list og er því ekki að eyða peningum sínum né tíma í að sjá eða eignast hana.
síðan er sagt
“Þannig eru margar menningar- og listastofnanir sem ríki og sveitarfélög reka, auk alls stuðningsins við sjálfstæða listastarfsemi áhugamanna. Þessum fjármunum þykir Ungum Jafnaðarmönnum vel varið ”
M.ö.o það skiptir ekki máli hvort ykkur líkar vel við einhvera list eða ekki eða yfir höfuð telið það vera list þið þurfið samt að borga fyrir hana með skattpeningum ykkar. Og nú geta misheppnaðir “listamenn” haldið áfram að búa til eitthvað krapp.

Svo enda þessir vessælu jafnaðarmenn á því að segja.
“Við eigum að gefa allri menningu tækifæri, ekki bara þeirri menningu sem byggist eingöngu á markaðsforsendum”
Þetta er dæmigert fyrir þá sem aðhyllast þessa jafnaðarhugsun þ.e. að vita betur en aðrir. Í þessu tilviki eru þeir að segja okkur að það við EIGUM að gefa ALLRI MENNINGU tækifæri en ég spyr á móti hvaða menningu? Því ég gef öllu því sem ég tel menningu tækifæri. Ég þarf þó ekki að lýta mennigu sömu augum og aðrir.

Nú ætla ég að gerast svo kræfur að skilgreina menningu sem allt það sem list komi við það er allt. Því og eins og einn æstur listamaður útskírði fyrir mér ,þegar ég setti út á kúbein sem hékk í loftinu og átti að heita list þegar ég fór fyrir mörgum árum í skoðuna ferð með unglingavinnunni í Kjarvalstaði, þá er ALLT LIST
En jafnvel þó menn gefi sér slíka forsendu, eiga þeir eftir að svara því til, hvaða listastarfssemi eigi að styrkja og hverja ekki. Og enn má spyrja: Hverjir eiga að taka ákvarðanir um slíkt?