Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Indverskt kryddaðar smásögur (0 álit)

í Bækur fyrir 11 árum, 11 mánuðum
Ég er að lesa smásagnasafnið Túlkur tregans eftir konu að nafni Jhumpa Lahiri. Lahiri er fædd í Englandi, uppalin í Bandaríkjunum en er af indverskun ættum. Munur bandarískrar og indverskrar menningar og þær aðstæður sem sem innflytjendur og afkomendur þeirra lenda í eru rauði þráðurinn í  gegnum allt safnið. Túlkur tregans er fyrsta birta verk höfundar og fékk hún fyrir það hin virtu bandarísku Pulitzer verðlaun árið 2000.   Í öllum sögunum mætast bandarísk og indverk gildi á einhvern hátt:...

Tvær bækur eftir Braga Ólafsson (2 álit)

í Bækur fyrir 12 árum, 5 mánuðum
Fyrir nokkrum vikum hafði ég ekkert lesið eftir Braga Ólafsson en síðan þá er ég búin með tvær af skáldsögum hans: Samkvæmisleiki og Sendiherrann. Ýmislegt eiga þessar tvær bækur sameiginlegt annað en höfundinn. Báðar fjalla þær um karlmenn sem eru frekar hlédrægir og verða seint krýndir meistarar í mannlegum samskiptum. Í báðum tilfellum er söguþráðurinn spunninn í kringum tiltölulega venjulega atburði. Í Samkvæmisleikjum um þrítugsafmæli söguhetjunnar en í Sendiherranum heldur aðalpersónan...

Á kaldri vetrarnóttu (0 álit)

í Smásögur fyrir 12 árum, 6 mánuðum
Húsið var að kæfa mig. Þannig leið mér stundum, jafnvel þótt ég væri ein heima. Hefði ég verið niðri í bæ hefði ég fengið mér gögnutúr í sjoppuna og keypt mér ís, þrátt fyrir frostið. En fimm kílómetra göngutúr niður í bæ eftir ís í frosti var ekki sniðugasta hugmyndin. Pabbi og mamma voru á þarnæsta bæ á þorrablótsnefndarfundi. Ég klæddi mig í dúnúlpuna, snjóbuxurnar, húfu og vettlinga. Mælirinn sýndi –5° C. Þótt mig langaði út langaði mig ekki að verða kalt. Ég gekk út í myrkrið. Um það...

Stefan Raab og Evróvision (1 álit)

í Söngvakeppnir fyrir 12 árum, 11 mánuðum
Ég ætla að gerast svo kræf að skrifa heila grein um einn af kynnunum keppninnar í ár. Það kann að hljóma undarlega en það vill svo til að þessi náungi á töluverðan þátt í því að draga Evróvision upp úr því göturæsi sem það var lent í í öðru fjölmennasta Evróvision landinu, Þýskalandi. Þar að auki er Evróvision saga hans afar fjölbreytt. Stefan Raab (fæddur 1966 í Köln) er þekktur í Þýskalandi sem lagasmiður, söngvari, upptökustjóri, sjónvarpsmaður, sjónvarpsþáttaframleiðandi og...

Stuðningsyfirlýsing með unglingum (6 álit)

í Tilveran fyrir 13 árum, 1 mánuði
Kæru unglingar Því miður get ég lengur talist í ykkar hópi, en mig langar að segja ykkkur að ég hef trú á ykkur. Eftir fréttir undanfarinna mánaða, og vikunnar sem er að líða, get ekki lengur orða bundist yfir þeirri meðferð sem þið þurfið að sæta í samfélaginu. Ég trúi því ekki að velferð ykkar sé ógnað með því að fara á unglingaball með Páli Óskari, þótt það sé ekki skipulagt af skólayfirvöldum eða ÍTR. Ég hef fulla trú á því að þið getið, í samráði við foreldra ykkar, skipulagt leið til...

Samastaður í tilverunni - Ofurbloggarinn Málfríður Einarsdóttir (1 álit)

í Bækur fyrir 13 árum, 1 mánuði
Fyrirfram hefði ég ekki búist við því að bloggfærslur yrðu mér ofarlega í huga þegar ég fór að lesa bókina „Samastaður í tilverunni“ eftir Málfríði Einarsdóttur. Bókin, sem kom fyrst út 1977 þegar Málfríður var 78 ára, segir frá uppvexti og lífi hennar á fyrri hluta 20. aldarinnar auk þess að greina nokkuð frá aðstæðum fólks og atburðum sem gerðust seint á 19. öldinni. Það er synd að Málfríður skyldi ekki lifa bloggöldina. Hún hefði verið svakalegur bloggari. „Samastaður í tilverunni“ er...

Merkiskonur sögunnar - gagnrýni (3 álit)

í Sagnfræði fyrir 13 árum, 2 mánuðum
Bókin Merkiskonur sögunnar eftir Kolbrúnu S. Ingólfsdóttur vakti athygli mína enda oft fáar konur til umfjöllunar í hefbundnum yfirlitsbókum um mannkynssöguna. Ég er ekki sagnfræðingur né sérstaklega fróð um söguna en er forvitin um merkilegt fólk. Ég get því lítið gagnrýnt sagnfræðilegan þátt bókarinnar nema sem almennur lesandi. Hugmyndin um að taka saman bók með stuttum kynningum á merkilegum konum sögunnar er mjög góð og þörf en afurðin olli mér miklum vonbrigðum. Bókin kom út árið 2009...

Ævintýralegir konfektmolar - Strange Candy (2 álit)

í Ævintýrabókmenntir fyrir 13 árum, 3 mánuðum
Það er komið rúmlega hálft ár síðan síðast var send inn grein á þetta áhugamál og finnst mér kominn tími á nýja. Það væri gaman ef þessi grein kveikti neistann hjá fleirum til að láta ljós sitt skína. Mér þykir vert að benda dyggum ævintýrabókmenntalesendum á smásagnasafið Strange Candy eftir Laurell K. Hamilton. Í safninu er að finna 14 smásögur eftir bandaríska höfundinn Laurell K. Hamilton sem er þekkt fyrir bókaflokka sína um vampírubanann Anítu Blake og einkaspæjarann og álfaprinsessuna...

Plöturýni - The fame / The Fame Monster (1 álit)

í Popptónlist fyrir 13 árum, 4 mánuðum
Í millilandaflugi um daginn var ég í stuði fyrir tónlist og ákvað að kynna mér hina athyglisverðu (eða –sjúku) Lady Gaga. Það sem boðið var uppá í afþreyingarkerfi flugvélarinnar var samsuða af báðum plötum söngkonunnar, The Fame (2008) og The Fame Monster (2009). Alls voru þettta 21 lag, 1 klukkustund og 31 mínúta. Ég hef ekki kynnst Lady Gaga nema í gegnum hófsama útvarpshlustun og finnst margt af því sem þar hefur heyrst skemmtilegt. Ég hlusta á ýmsar aðrar tegundir af tónlist en hef oft...

Hlátur - gleðiþema - keppni (2 álit)

í Smásögur fyrir 13 árum, 7 mánuðum
Ég dró húfuna yfir höfuðið og lagaði appelsínugula áfasta hárið til að fullkomna gervið. Það var eins gott að þetta myndi virka. Ef þetta dugði ekki til að gleðja Hönnu, fengi hana ekki að minnsta kosti til að brosa, þá færi ég að hafa alvarlegar áhyggjur. Spegilmynd mín var fáránleg, en til þess var nú leikurinn gerður. Grænt skotapilsið með gula og rauða munstrinu var gjöf frá gömlum frænda sem hafði búið í nokkur ár í skosku hálöndunum. Í hvert skipti sem ég fór í það vonaði ég heitt og...

Keppni - Ég get séð um mig sjálf (6 álit)

í Bækur fyrir 13 árum, 7 mánuðum
Ég sendi þessa grein í auglýsta greinarkeppni. Enn er tími til stefnu og ég hvet sem flesta til að taka þátt og skrifa um uppáhalds bókina sína. Mér finnst að a.m.k. þrjár greinar (og helst fleiri) þurfi til að halda keppni. Eins mikið og ég vildi nefna einhvert bókmenntalegt meistarastykki eftir Nóbelsverðlaunahöfund sem uppáhalds bókina mína, get ég það ekki með góðri samvisku. Þegar ég kafa djúpt ofan í sálarfylgsni mín og hugsa um uppáhaldsbók, bók sem ég hef lesið oftar en einu sinni,...

Votlendi eftir Charlotte Roche (5 álit)

í Bækur fyrir 13 árum, 8 mánuðum
Ég hef aldrei áður þurft að velta fyrir mér á hvaða áhugamál ég ætti að senda grein. Ég held, að helst hefði ég viljað senda hana inn á Kynlíf 18+ en ákvað svo að grein um bók á heima á áhugamálinu Bækur. Þrátt fyrir að mig hafi langað að senda þessa grein inn á áhugamál bannað innan 18 ára er greinin leyfð öllum aldurshópum. Ég er samt ekki viss um að bókin ætti að vera leyfð fyrir yngri en 16 ára og enginn ætti að kvelja sig í gegnum hana. Votlendi eftir hina þýsku Charlotte Roche er...

Svik um svik - Keppni (2 álit)

í Smásögur fyrir 13 árum, 9 mánuðum
Linda kom upp að mér og heilsaði. Mér varð starsýnt á brjóstin sem næstum hoppuðu upp úr þröngum toppnum sem hún var í. Ég gat vel notið þess að horfa á fallega löguð stór brjóst þótt ég kysi sjálfur nettu brjóstin hennar Örnu framyfir svona júllur. Samræðurnar voru ekki miklar og ekki djúpar. Ég var á sjötta og síðasta bjórnum sem ég hafði komið með, var farinn að finna ótrúlega á mér. Það var ansi langt síðan ég hafði drukkuð meira en einn bjór á einu kvöldi. Ég var valtur á fótnunum þegar...

Evróvision 2010 - Úrslitin framundan (5 álit)

í Söngvakeppnir fyrir 13 árum, 11 mánuðum
Jæja, þá er komið að því: úrslit í Evróvision 2010 eru framundan. Þetta er mitt mat á lögunum sem komust í úrslit, ég held að þetta sé röðin sem þau munu koma fram í lokakeppninni. Ég sakna þess reyndar að fá ekki að sjá gagnkynhneigða karlmenn í glimmernærbuxum í úrslitum Evróvision í fyrsta sinn, en Evróvision er ekki alltaf sanngjarnt. Spá fyrir úrslitin er að finna í lok greinarinnar fyrir þá sem nenna ekki að fara í gegnum alla keppnina og horfa bara á stigagjöfina. Aserbaídsjan verður...

Bók til að forðast - Keppni (2 álit)

í Bækur fyrir 13 árum, 11 mánuðum
Það hefur reynst mér mjög erfitt að koma saman grein í þessa keppni þar sem í ljós hefur komið að ég er ákaflega góðhjörtuð í garð bóka, meira að segja leiðinlegra bóka. Ég skrifa stundum hjá mér nokkur orð um bækur sem ég hef lesið og reyndi að leita þar að bók sem ég hafði gjörsamlega úthúðað. Fann ekkert. Ég fann þó punkta um nokkrar bækur sem ég mundi vel að voru leiðinlegar. Meðal þess sem ég hafði skrifað um þessar leiðinlegu bækur var: „…finnst bókin skemmtileg í minningunni, þótt það...

Ný bók eftir Stephenie Meyer væntanleg (19 álit)

í Ævintýrabókmenntir fyrir 14 árum
Í fyrradag (30. mars) var tilkynnt að ný bók eftir Stephenie Meyer, höfund Twilight bókaflokksins, kæmi út í Bandaríkjunum 5. júní næstkomandi. Merkilegt nokk, þá er um að ræða bók úr Twilight heiminum sem mun heita The Short Second Life of Bree Tanner eða Hið stutta annað líf Bree Tanner. Persónan Bree Tanner kemur fram í þriðju bók Twilight-seríunnar, Eclipse. Þeir sem hafa nýlega lesið bókina muna eftir henni sem einni af vampírunum sem kynntar eru til leiks þar. Bókin er ekki af sömu...

Fyrstu kynni af Sookie Stackhouse (4 álit)

í Ævintýrabókmenntir fyrir 14 árum, 1 mánuði
Bók sem fjallar um vampírur, þótt það sé í annars tiltölulega venjulegum heimi, hlýtur að mega flokka sem ævintýrabókmenntir þegar ekki hefur komið ný grein á áhugamálið í rúmlega hálft ár. Dead Until Dark er fyrsta bókin í bókaflokki um samskipti manna og vampíra í suðurríkjum Bandaríkjanna og sem sjónvarpsþættirnir True Blood eru byggðir á. Ég hef ekki séð sjónvarpsþættina sem m.a. hafa verið sýndir á Stöð 2 og var lestur bókarinnar því mín fyrstu kynni af aðalpersónunni, hinni mennsku en...

Fjórir heimsmeistarar keppa 2010 (9 álit)

í Formúla 1 fyrir 14 árum, 1 mánuði
Nýlega heyrði ég formúlufréttir og áttaði mig á því að í ár mæta til leiks fjórir ökumenn sem hafa þegar unnið heimsmeistaratitil ökumanna. Þetta eru vitaskuld þeir, Jenson Button (heimsmeistari 2009), Lewis Hamilton (2008), Fernando Alonso (2005-2006) og sá ökumaður sem unnið hefur flesta heimsmeistaratitila ökumanna frá upphafi formúlu 1, Michael Schumacher (1994-1995, 2000-2004). Fýsti mig að vita hvenær síðast hefðu mætt svo margir heimseistarar ökumanna til leiks á sama...

Gunnlaðar saga eftir Svövu Jakobsdóttur (3 álit)

í Bækur fyrir 14 árum, 3 mánuðum
Svava Jakobsdóttir (1930-2004) er í hópi virtustu íslenskra rithöfunda og er m.a. þekkt fyrir smásagnasöfnin „12 Konur“ (1965) og „Veisla Undir Grjótvegg“ (1967) og skáldsöguna „Leigjandinn“ (1969). Ég man ekki hvenær ég heyrði fyrst um „Gunnlaðar Sögu“ (1987) en tengingin við norræna goðafræði vakti forvitni mína. Söguþráður og efnistök Í „Gunnlaðar Sögu“ segir frá íslenskri konu sem kölluð er til Kaupmannahafnar þegar Dís, dóttir hennar, er handtekin fyrir að stela dýrmætu keri úr...

Ný lög um almenna greiðslujöfnun (8 álit)

í Fjármál og viðskipti fyrir 14 árum, 6 mánuðum
Ég hélt að Fésbókin hjá mér yrði logandi af fólki eins og mér, sem sýður á eftir að Alþingi samþykkti í dag lög um aðgerðir í þágu einstaklinga, heimila og fyrirtækja vegna banka- og gjaldeyrishrunsins. Það lítur út fyrir að ég sé nokkuð einmanna í bræði minni. Greiðslujöfnun og lögin Lengi hefur verið kallað eftir aðgerðum til bjargar skuldavanda heimilanna og hafa margir viljað sjá almennar aðgerðir. Lögin nú bjóð upp á einhverjar heimildir til að afskrifa hluta skulda fólks undir ákveðnum...

Gatsby og góðærið (3 álit)

í Bækur fyrir 15 árum
The Great Gatsby eða Gatsby, eins og bókin kallast í íslenskri þýðingu Atla Magnússonar frá 1987 (1. útgáfa), er oft talið besta verk bandaríska rithöfundarins F. Scott Fitzgerald. Sögusviðið er New York og nágrenni árið 1922, þegar mikill uppgangur er í Bandaríkjunum á þriðja áratug 20. aldarinnar. Við fáum að heyra sögu hins unga Jay Gatsbys sem hefur komist í mikil efni með nokkuð vafasömum viðskiptum, til þess eins að ná ástum Daisy sem er af efnuðu fólki komin. Þegar þeir atburðir sem...

Eftirminnileg keppni - Spa 1998 (11 álit)

í Formúla 1 fyrir 15 árum, 1 mánuði
Rambaði á eitthvað gamalt formúlu dót um daginn og datt í hug að lífga upp á þetta áhugamál og hita upp fyrir tímabilið með því að rifja upp eina eftirminnilegustu keppni sem ég hef séð. Reyndar var þetta ein af fyrstu keppnunum sem ég fylgdist eitthvað með – en þvílík baktería sem ég var haldin næstu árin. Þessi eftirminnilega keppni er vatnsflaumurinn mikli og árekstrarnir miklu á Spa Francorchamps brautinni í Belgíu árið 1998. Andrúmsloftið var nokkuð eldfimt strax frá því að æfingar...

Þýðingar - dæmi úr Fýkur yfir hæðir (3 álit)

í Bækur fyrir 15 árum, 2 mánuðum
Mig langaði að deila þessum vangaveltum mínum með ykkur fyrst ég er búin að hafa fyrir því að koma þeim á læsilegt mál. Hvað eiga eftirtaldar setningar sameiginlegt ? „What is he abath? Girt eedle seeght!” „Hvað er hann að gera slæpinginn sá arna?” „Hvað er hann að úðra, andstyggðar letinginn?“ Þetta eru þrjár útgáfur af sömu setningu. Sú fyrsta er frumgerðin eftir Emily Brönte sem birt var 1847. Önnur setningin er íslensk þýðing Sigurlaugar Björnsdóttur frá 1982 á þeirri fyrstu. Sú þriðja...

Ljósaskipti - að haldast í hendur er sexí (57 álit)

í Bækur fyrir 15 árum, 5 mánuðum
Reyndar kom grein hérna inn um þessa sömu bók í september en langar mig samt aðeins að bæta við hana, enda er bókin nú komin út á íslensku og miðast þessi grein við lestur minn á þýðingunni. Svo er íslenska þýðinginn prentuð á Íslandi og maður á að styðja við allt íslenskt núna á síðustu og verstu tímum ;) Bella Swan kemur til smábæjarins Fork, sem þekktur er fyrir að vera einn úrkomumesti staður Bandaríkjanna, frá sólarríkinu Arizona til þess að búa hjá föður sínum. Eins og það sé ekki nóg...

Bones eftir Kathy Reichs (2 álit)

í Bækur fyrir 15 árum, 7 mánuðum
Kannski hafa einhverjir heyrt um eða jafnvel séð sjónvarpsþáttaröðina Bones sem meðal annars hefur verið sýnd á Stöð 2. Ekki er þó víst að allir hafi gert sér grein fyrir því að hugmyndin að þættinum er byggð á metsölubókaflokki eftir réttarmannfræðinginn Kathy Reichs. Ég fór að horfa á þættina, eins og örugglega margar aðrar ungar stúlkur, til að slefa yfir David Boreanaz, en komst að því að þetta var þræl skemmtilegur nörda þáttur í anda C.S.I. með góðum skammti af húmor og slettu af...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok