Linda kom upp að mér og heilsaði. Mér varð starsýnt á brjóstin sem næstum hoppuðu upp úr þröngum toppnum sem hún var í. Ég gat vel notið þess að horfa á fallega löguð stór brjóst þótt ég kysi sjálfur nettu brjóstin hennar Örnu framyfir svona júllur. Samræðurnar voru ekki miklar og ekki djúpar. Ég var á sjötta og síðasta bjórnum sem ég hafði komið með, var farinn að finna ótrúlega á mér. Það var ansi langt síðan ég hafði drukkuð meira en einn bjór á einu kvöldi.

Ég var valtur á fótnunum þegar hún leiddi mig upp tröppur sem brakaði í og ég var næstum dottinn á hana þegar annar fótleggurinn dreif ekki alveg upp á næsta þrep. Uppi voru svefnherbergi.

Ég vaknaði og sá hana liggja við hliðina á mér í rúminu í morgunskímunni. Mér var kalt á rasskinunum. Ég var ber að neðan. Gallið þrýsti sér upp í kok. Ég þurfti að fara heim til Örnu.

Kaffilykt mætti mér í dyrunum heima.
„Það hlýtur að hafa verið gaman fyrst þú ert ekki að koma heim fyrr en núna,” sagði Arna glaðlega.
„Ég vaknaði á sófanum hjá Tedda,” svaraði ég og settist við eldhúsborðið, studdi olnbogunum á borðplötuna og renndi fingrunum í gegnum hárið. Lygin hljómaði miklu eðlilegar en ég bjóst við.
Arna setti kaffibolla fyrir framan mig. „Ég er að fara í morgungöngu með Elfu vinkonu.“ Hún smellti kossi á kinna á mér og svo var hún farin.
Ég fór að hugsa um pabba. Hann var enn ekki kominn yfir það sem mamma hafði gert honum. Líklega myndi hann aldrei komast yfir það. Í fleiri ár hafði ég reynt að skilja hvernig mamma gat haldið framhjáhaldinu leyndu fyrir honum ár eftir ár. Skyndilega skildi ég hana betur.

***

Ég heyrði lykli stungið í skrána og dyrnar opnast. Þegar small í lánsum aftur kallaði ég til hennar úr eldhúsinu: „Ég er að búa til salat með kjúklingi, það er alveg að verða til.“ Hún svaraði ekki.
Þegar ég sneri mér við stóð hún í dyragættinni með krepptar axlir, tárvog augu og handleggina vafða utan um sig. Ég reyndi að brosa en líkaminn var þegar búinn að átta sig á því hvað var að gerast og sinnti ekki boðunum.
„Svafstu hjá Lindu Björk í partýinu hjá Tedda?“
Ég fann blóðið þjóta um í æðnum og mér sortnaði fyrir augun. „Já.“ Röddin var ekki sterk en hljóðið fannst mér jafn hávært og flugvél að taka á loft.
Hún snerist á hæli og ég heyrði svefnherbergisdyrnar skellast á eftir henni. Ég slökkti á hellunni undir pönnunni og lagði frá mér grænmetishnífinn. Ég settist niður og fól höfuðið í höndum mér.

Morguninn eftir vaknaði ég stirður og óhvíldur á sófanum. Hún var farin.

Þegar ég kom heim var hún að elda. Ég tvísteig vandræðalega í dyragættinni og heilsaði. „Grænmetislagsagnað verður til eftir 40 mínútur.“ Hún leit ekki upp frá því sem hún var að gera. Við borðuðum í þögn. Ég sótti sængina mína og svaf aðra nótt á sófanum. Næstu nótt spurði ég hvort ég mætti vera hjá henni.
„Þetta er þitt rúm líka,“ svaraði hún en sneri sér frá mér þegar ég lagðist upp í.

Smám saman féll lífið aftur í fyrri skoður. Svör við einföldum spurningum urðu legri, samtöl þróuðust, augnsamband komst á og lokst snertingar.
Hún hefur aldrei minnst á þetta hliðarskref mitt aftur. Ég hef ekki minnst á fyrirgefningu hennar. Þessi pattstaða virðist ætla að festast í sessi. Ég vona að smátt og smátt muni ónotahnúturinn í maganum minnka.
Forever is such a long, long time and most of it hasn't even happened yet.