Samt, um leið og heilbrigðisþjónusta er einkarekin þarf hún að fara að skila hagnaði. Ég var að vinna eitt sumar á elliheimili sem var einkarekið og seinna á öðru sem var rekið af borginni. Ég veit sko alveg á hvoru ég myndi frekar vilja vera. Á því einkarekna var enginn tími til að tala við fólkið heldur var farið með það eins og þorska á færibandi, rífa það upp úr rúminu, troða því í föt, moka í það mat o.s.frv.