Jafnaðir við jörðu Jafnaðarmennska og kommúnismi hafa verið vinsæl þessa öldina. Margir kalla kommúnisma fallega hugsun því allir eiga að vera jafnir í einhverju fyrirmyndar-þjóðfélagi. Ég held nú reyndar að fæstir vilji nú reyndar vera “jafnaðir” því í því fellst óumflýjanlega að eitthvað sé tekið frá þeim og sá hluti af “fallegu hugsuninni” er tæplega fagur ásýndum.

Við búum nú reyndar í einhverskonar jafnaðar-þjóðfélagi eins og reyndar öll þjóðfélög. Meira segja í US borga menn skatta fyrir public skóla og heilsugæslu og social styrki (og margt fleira). Ég er ekki að setja út á það. Við borgum skatta og fáum í staðinn frían skóla fyrir börnin, háskólanám, svo til fría heilsugæslu og almenna ríkis-þjónustu (löggan, dómstólar osfr). Persónulega vill ég sjá meira af tvöföldu kerfi þar sem menn fái rétt til að bjóða upp á prívat heilsugæslu og skóla í meira mæli en það er nú annað mál.

Því miður er jöfnunar-áráttan komin í overdrive. Það er ekki stoppað við ofangreind (og lítt umdeild) atriði. Það á hreinlega að jafnan allt og alla. Jöfnunaráráttan er svo mikil að eftir áratuga laga og reglugerðasetningar er allt komið í hönk. Það á að jafna hvert byggðarlag á við hin, hvernig sósíal hóp við aðra, hverja atvinnugrein. Einnig er jafnað eftir kyni, hjónabandsstatus og það vantar bara að við jöfnum eftir litarhafti en í hinu kapítaliska US er það einmitt gert (affirmative action).

Ó, gleymdi þessu. Hvað er pointið spyr einhver. Er það nú ekki gott að jafna. Vita ekki þessir blessuðu þingmenn okkar ekki hvernig á að leiðrétta “ójöfnuð” og finna leiðir til að bæta úr þessum “ójöfnuði” með sértækum aðgerðum. Svarið er nei. Kannski geta þeir slysast til að bæta einhvern ójöfnuð en þeir setja bara ný lög daginn eftir sem núlla út hin fyrri. Ríkisbáknið þenst út og hver delluvitleisan á fætur annarri sem færir björg í bú fyrir heimahérað er rökstudd með einhverskonar jafnaðar-hugsjón. Hver ætli nú segi: ég legg til að þessi atvinnugrein fái meira en hún á skilið. Neinei, þessi atvinnugrein á undir högg að sækja frá atvinnugreinum sem eru studdar af ríkum bönkum og verðar að ríkis-styrkja til þess að bæta samkeppnisstöðuna.

Dæmin hér á eftir eru valin svo til af handahófi:

Bæði giftir og ógiftir fá sérstaka ívilnun í skattakerfinu.

Línuívilnun. Smábátaútgerð fær aukinn hluta veiðiaflans. Jú, það á að vera eitthvað sérlaga gott fyrir byggðirnar. Hinir “jöfnuðu” (stórbátaútgerð, eða hvað sem á að kalla þá) kvarta og kveina og benda á að þeir hafi borgað fyrir kvótann og segja að línuívilnunin sé slæm fyrir mörg byggðarlög eins og til dæmis Vestmanneyjar.

Jafna á eftir hvar menn búa á landinu. Vestmanneyjingar vilja líka jafna búseturétt sinn á við aðra og vilja göng. Á móti línu-jöfnun en vilja gangna-jöfnuð: www.gong.eyjar.is.

Hátekjuskattur. Hvað er betra en “taka frá hinum ríku” og láta í ríkissjóð (nota bene, þessi setning endaði ekki á “og gefa hinum fátæku”. Nú, 300þ er nú ekki gríðarlegar tekjur í dag og enginn verður milli á því. Sjómenn fengu “sjómanna-afslátt og verja hann með kjafti og klóm og síðan fara þeir greyin á sjó í erfiða og hættulega vinnu og borga hátekjuskatt. Hvað með þær stéttir sem eru með rokkandi tekjur að jafnaði eins og forritara, lækna og frumkvöðla.

Eignarskattur var settur á en hverjir borga eignarskatt. Gamalt fólk sem á skuldlausar eignir.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir vill fara í víking með jafnaðarstefnuna. Hún sagði í viðtali í fréttablaðinu fyrir nokkrum vikum að aðaltilgangurinn með að fara í EB sé að stuðla að jöfnuði meðal ríkra og fátækra evrópuþjóða.

Það á líka að jafna eftir atvinnugreinum. Í vikunni var rætt í þingunu um 5 miljónir sem eiga að fara í kræklingaeldi. Ekki há upphæð en svona umræður eru daglegt brauð þar á bæ. Ég hélt að menn hafi lært eithvað á fiskeldis-vitleysunni um árið. Í fréttum í gær kom krafa frá ferðaiðnaðinum um að auka ríkisstyrki. Af hverju. Jú, það komu víst 12% fleiri ferðamenn til landsins en árið áður (svona meðal aukning sl 20 ára) og ríkistyrjum ríkisins var þakkað það og menn vilja meira af svona góðri ríkis-fjárfestingu. Hvað gerist ef ferðamönnum fækkar. Ætli ríkið verði ekki að grípa til “sértækra aðgerða” til að bjarga málunu.

Það á að jafna launamun kynjana. Hvernig er það gert. Með feðra-orlofi þar sem tekjuháir fá hærri krónutölu en tekjulágir (síðan eiga sumar stéttir auðveldar með að nýta sér þennan styrk). Það verður væntanlega að hækka orlofið því enn er kvartað hástöfum yfir launamun kynjana.

Landbúnaðurinn fær styrk. Meira segja marga styrki. Bændur búa samt við mikinn ójöfnuð því þeir eru almennt fátækir. Það verður nú snarlega að bæta úr því.

Ég ætla ekki að gera alla gráhærða með þessari maraþon grein en uppfinningarsemi okkar ágætu þingmanna er með ólíkindum þegar þeir mikla sig með því að útdeila úr sjóðum ríkisins og rökstyðja gerðirnar með einhverskonar jafnaðarhugmyndum.

Og öryrkjarnir gleymdust.