Ég horfði á þátt um daginn á skjá einum og það var karl sem heitir Phil…eitthvað og hann er sálfræðingur eða eitthvað þannig, ég fylgist venjuleg ekki með þessum þáttum en þessi þáttur náði að fanga mig og ég varð að horfa á hann. Í þættinum talaði Doktor Phil við mæður sem vildu alls ekki vera mæður, ég meina hugsar einhver svona?
Já greinilega, því að gestirnir voru þrír til fjórir og salurinn fullur af konum sem áttu/eiga við þetta vandamál að þola ekki börnin sín.
Fyrsta konan sem doktor Phil talaði við á tvö börn á aldrinum 12-16 (held ég, er samt ekki alveg viss) og hún þoldi þau ekki, hún vildi frekar vera á ströndinni á brimbretti eða úti að skemmta sér, heldur en að vera að snúast í kringum börnin, hún kallað þau alls konar ljótum nöfnum og sagði við þau að hún vildi óska þess að hún ætti þau ekki. Persónulega mundi mér aldrei detta til hugar að segja þetta við börnin mín og skil ekki heldur hvernig aðrir geta gert það.
Ein móðir í þættinum átti við þetta sama vandamál að stríða, en út af annari ástæðu (það er heldur ekki ástæða að vilja frekar vera á djamminu eða að vera á bretti, það er ekki ástæða til að hata börnin sín og allra síst ástæða til að kenna þeim um það að þau fæddust) ástæðan hjá hinni konunni var sú að hún gat ekki verið hjá móður sinni þegar hún var alvarlega veik og var að deyja út af því að hún þurfti að hugsa um börnin sín. Margt merkilegt var rætt um í þessum þætti og voru þessar konur og örfáir kallar mjög hugrökk og dugleg að geta komið í þennan þátt og sagt þetta, því það geta ekki margir.