Ég á hund sem er american coker spaniel og var hann með mikinn feld. Ég var búin að taka eftir nokkrum flækjum þannig að ég fór með hann í klippingu og þegar ég fékk hann aftur var hann enn með flækjurna og ég spurði mömmu útí þetta og hún hafði gleymt að segja henni að hann væri með flækjur en bað um eins og seinast sem var að taka mjög mikið. Konan varð alveg sjokkeruð að hún skildi halda að mamma mundi muna það hvernig hún klippti hann seinsast og vildi bara hafa hann í “tískunni” . Mamma bara “alltílæ” og leyfði henni það en þegar hann kom aftur var hann allur útí flækjum ennþá og ég var mög hneiksluð á að hún skildi ekki taka eftir þeim.

En við ætluðum að panta aftur. Eftir svona 2-3 vikur hringdum við svo loksins og var alltaf á tali. Það var búið að líða ansi mikið síðan hann var klipptur og ákváðum við að fara bara annað með hann og fengum við tíma strax tvem dögum seinna og það var bara gott mál. En þegar við komum meðhann var kona alveg í sjokki á umhirðu hundsins. Við höfðum aldrei verið með hund með svona feld sem að þyrfti að hugsa mikið um en konan sagði að hann væri kominn með sár eftir flækjurnar og neglurnar alltof langar og við skömmuðumst okkar svo mikið og vissum ekkert að þetta gæti gerst. Svo var hún að hneikslast á að hundurinn væri með eyrnabólgu og ekki réttan mat og ekkert rétt hjá okkur. Við fórum með hann strax til læknis en hann var ekkert með alvarlega eyrnabólgu en fékk samt lyf og krem á sárin og var það mjög gott.

Við hefðum kannski átt að tékka betur á því hvernig það er að vera með hund sem er með svona feld en ég vil bara segja ykkur hinum sem eruð með hunda með svona mikinn feld að passa betur uppá hann og það gæti verið að það sé eitthvað sem þið eruð að passa nógu vel uppá. Það er ógeðslega skömmustulegt að lenda í svona og einnig leiðinlegt fyrir hundinn vegna þess að við elskum hann útaf lífinu og við mundum aldrei vilja að honum líði illa….

Passiði uppá hundana ykkar
kveðja Heiða