Er þetta ekki bara sama kerfi og í HÍ og öllum framhaldsskólum? Ef það væri gefið á hálfum og þú fengið 9,74 og lækkað niður í 9,5 væri það þá ekki alveg jafn svekkjandi? Þá værir þú kannski að kvarta yfir því að það væri ekki gefið í heilum og þú hækkaður uppí 10 :) Annars mætti svo sem alveg bara gefa einkunnir í prósentum eða með einum aukastaf. Þá yrði fólk samt að ná 5,0 til að ná prófum en ekki 4,5 eins og dugar núna. Þá yrði heldur ekki hægt að fá 10 nema gera engin mistök.