Þegar ég segi netið þá er ég helst að meina spjallrásir eins og yahoo,msn og fleiri svoleiðis rásir ! Ástæðan fyrir því að ég er að skrifa þessa grein er sú að barnaníðingar eru byrjaðir að nota “netið” mikið til að komast í samband við börn og unglinga!

Segjum að þú sért 14 ára stelpa átt fáa vini og móðir þín sé ávallt að vinna ( bara dæmi ), þú ferð á spjallrás og byrjar eitthver maður að tala við þig, þú heldur að það sé allt í lagi að tala við svona gamlan mann þetta er nú bara í gegnum netið ! Þessi maður nýtur sér það að þú átt fáa vini ( kemst að því eftir smá tal ), nýtur sér það einnig að þú ert frekar viðkvæm og svoleiðis !! Þér sjálfri finnst þetta kannski allt í lagi. Síðan seinna fer þessi svokallaði “gamli maður” að tala um að hittast og bara spjalla smám saman! Þú sjálf veist að þú átt ekkert að vera að fara með svona manni af netinu niðuríbæ og sérstaklega áttu ekki að vera að hitta neinn af netinu. Þessi gamli maður er búinn að koma upp ákveðnu trausti í þér í garð hans, og þú ferð að hitta hann.. hvað gerist næst veit maður aldrei !

En málið er að barnaníðingar nú til dags eru svo sniðugir við þetta. T.d Ef lögreglumaður er á netinu að vinna sína vinnu við að góma barnaníðing sem er þegar búinn að ná í tvö fórnarlömb. Þessi lögreglumaður þykist vera 13 ára stelpa, nær kannski í eitthverja mynd sem er búin til ( hátæknibúnaður hjá lögreglunni ) og fer jáá.. á eitthverja spjallrás. Þetta er EKTA barnaníðingur sem spyr þessara spurningar ,, Are you a cop ? “ eða ,, Ertu lögga ? ” Því lögreglumenn mega ekki ljúga ef nota á þessi sönnunargögn fyrir rétti né í eitthverjum tilgangi ef lögreglan segir ,, No Im not a cop “ Þá er hann vísvitandi að ljúga og lögfr. barnaníðingsins getur sótt um það að málinu verði vísað frá. En til þess að þetta fari fyrir rétt og til þess að þessi sönnunargögn eru notuð, verður barnaníðingurinn af netinu að hitta þessa ”13 ára stelpu“ hann verður allaveganna að mæla sér mót við hana, síðan getur lögreglan gripið inní !

Á síðunni www.perverted-justice.com er fólk sem stundar það að góma barnaníðinga á netinu og gerir það vel ! Enda búin að vera að gera það í langan tíma! Allt er gert samkvæmt lögum á þeirri síðu og það besta við það er að þetta eru ekki lögreglumenn heldur venjulegir borgarar svo að í hvert skipti sem EKTA barnaníðingur spyr ,, Are you a cop ? ” þá geta þau logið !

Ég vildi bara vekja athygli á því að barnaníðingar nútil dags eru orðnir algjörir snillingar í að ná í fórnarlömbin sín !