Sælir kattarvinir

Ég hef ekki skrifað hingað áður svo verið ekki mjög grimm við mig, annars vil ég meina að fólk sem elskar kisur sé upp til hópa gott fólk svo ég þarf vonandi ekki að hafa áhyggjur.
Mig langar að byrja á því að þakka fyrir skemmtilega síðu, skoða hana mjög
oft og hef gaman af.
En engu að síðu má alltaf gera betur og eitt finst mér vanta og það er að fá síður dýrabúðanna hingað og spjallsíðurnar hjá þeim. Finst svolítið pirrandi að þurfa að fara á hundasíðuna til að fara á þessar síður. Ekki það að ég hafi neitt á móti hundum.
Svo væri gaman að vita hvernig kisur þið eigið.
Ég á 2 ára bröndótta íslenska læðu. Hún er ekki mikið fyrir að láta vera með sig, er skapmikil og vill fá að vera að mestu í friði. Á það til að urra og hvæsa ef hún fær ekki að vera í friði. En við elskum hana og virðum þetta við hana.
Svo á ég aðra kisu sem er 1 árs og er af Abyssinukyni. Það er fress sem er algjört kelidýr. Hann er ánægðastur á öxlunum á manni og vill alltaf vera
þar sem fólk er. Sá alskemmtilegasti kisi sem ég hef átt.
Kisur hafa alltaf fylgt mér, átti reyndar hund um tíma sem ég bjargaði á
Dýraspítalanum en hvorki ég né kisurnar vorum neitt voða hrifnar svo við
komum honum í sveitina, honum til mikilar gleði.
Og Icecat takk fyrir, þitt er líka flott.

Kveðja
Kattakonan

P.s. Eigum við ekki að koma köttunum uppú þrítugastasætinu?