Hvað er málið! Ég veit ekki um neinn sem ég þekki eða kannast við sem ekki skuldar neitt nema bara húslán og kannski námslán. Ég er núna 20 ára og bý enþá heima það fer ekkert smá í taugarnar á mér þegar foreldrar mínir eru að kaupa hluti eins og parket, sófa, fara til útlanda ofl. án þess að eiga fyrir því (btw. Þau eru bæði með ágætis laun sem vel ættu að getað dugað til að halda öllu uppi og vel það, en samt eiga þau aldrei pening og eru alltaf að tala um það). Þau spá bara í því hvaða greiðslubyrgði þau ráða við.
Ég held að þetta sé alls ekki óalgengt, ég veit um fáa sem hugsa um hversu mikið þeir geti hugsanlega sparað til að mæta framtíðar neyslu. Ég hef eiginlega aldrei heyrt neinn segja t.d “ég veit að ég þarf að endurnýja tölvuna mína eftir ár og ætla því að leggja fyrir 10 þús á mán”. Ég ætla að gera allt til að breyta þessu viðhorfi hjá mér hafa vextina í liði með mér, græða á staðgreiðslu og ekki vera alltaf jafn hissa yfir vísareikningnum (það mætti halda að fólk væri með alzeimer, þetta er eins og að hlæja alltaf að sama brandaranum……reikningurinn kemur alltaf jafn mikið á óvart).
Ég hef alltaf náð að redda mér sjálfur í gegnum tíðina borgað skólagjöld (versló), keypt föt, borgað utanlandsferðir sjálfur í íþróttum osfrv…..ég er samt að spá hvernig er best að taka á þessu í framtíðinni þegar þetta verður örlítið flóknara. Ég er aðalega að spá í hvað leiðir séu sniðugar til að fá sem hæstu vexti á skammtíma fjármagn því ég veit að þetta skiptir miklu til lengri tíma litið.

Ég var að lesa fyrir greinar í huga og hefði ekki getað orðað þetta betur og því vitna ég bara í þann sem gengur undir nafninu siggret “Ef maður safnar alltaf fyrir hlutum áður en þeir eru keyptir þá tekur það mann ekki mörg ár að fara “frammúr” þeim sem alltaf taka lán fyrir hlutunum í því að eignast hluti. Þá á maður orðið meira en þeir og skuldar samt ekkert eins og þeir.” Mér finnst þetta vera gott mottó og langar að sína þeim sem eru í kringum mig sem segja að það sé auðvelt að segja þetta núna að þetta sé hægt. Ég sé mig í framtíðinni taka upp debetkortið fyrir nýjum Benz ;)