Hvað eyðið þið eiginlega mikið af pening?

Ég er soldið sparsamur að eðli en ég á stutt í eyðsluna, og eins og í sumar þá keypti ég mér nýtt skrifborð. eftir það var ég orðin eitthvað fór ég í soldið kast og keypti mér nýjan skjá prentara stafræna myndavél, tölvustól, meira minni.
Þetta kostaði um það bil 140 þús
Ég græði svona umþa bil 400 þús á sumri síðastliðin tvö sumur þannig að ég er nokkuð vel staddur og síðustu 14 ár(öll mín nema þetta) hef ég aldrei eytt af viti en eftir þetta sumar(bankareikningur var orðinn skuggalega hár :)) þá missti ég allar hömlur og keypti einmitt einnig málverk fyrir eitthvað 10þús kall og núna er ég alltaf að kaupa eitthvað ómerkilegt, DVD myndir alltaf þegar ég sé tilboð í skífunni , nammi og allskonar kjaftæði… Hvernig er þetta hjá ykkur missiði stundum stjórn á eyðslu ykkar og eyðið bara og eyðið. Ég þarf sko ekkert að kaupa nema kannski föty því ég bý hjá mömmu og pabba þannig að þarf helst að fá kannski ráð um hvernig á að stoppa svona kjaftæði