Veit einhver hvaða reglur gilda um fjölbýlishús, umgang, gesti, læti o.s.frv?

Ég er nefnilega með nágranna dauðans í íbúðinni fyrir ofan mig. Þessi íbúð er í eigu féló og þetta er miður skrautlegt lið sem býr þarna.. Eftir því sem ég best veit þá eru þeir tveir sem búa þarna.. Maður um fimmtugt og strákur sem er tvítugur. En það mætti halda að það væru fleiri þar sem þetta er eins og einhver helv. félagsmiðstöð.. Stöðugur umgangur af miður skrautlegu liði.. (aðallega eldra lið sem lítur út fyrir að vera nýkomið úr meðferð). Blokkin er frekar hljóðbær þannig að útaf því hversu margir eru yfirleitt þarna þá heyrir maður mjög mikinn umgang. Svo virðast þeir aldrei fara á eðlilegum tímum að sofa, oft umgangur alla nóttina og fram á morgun (verið að skreppa eitthvað og koma svo aftur skömmu síðar), og það á virkum dögum. Manni dettur helst í hug að þeir séu spíttfíklar.. Manni finnst að þeir bara sofi aldrei. Sá eldri og einhverjir félagar hans virðast heldur ekki vinna neina eðlilega vinnu, hanga bara þarna allan daginn. Stundum reyndar koma þeir og fara stöðugt, og með eitthvað drasl, spýtur eða eitthvað svipað og eru að smíða eitthvað.. Þeir keyra margir á einhverjum amerískum drusludrekum og pikkupum sem vantar pústkerfið undir og maður vaknar við þetta endrum og eins á næturnar þegar þeir eru að skreppa eitthvað. Svo eru þeir með hund sem þeir hafa ekki beðið um leyfi fyrir, en það fer reyndar minnst í taugarnar á mér - það er aðalega umgangurinn sem er að fara með mann. Svo er maður náttúrulega svoldið smeykur með sameignina, þvottavélina sína og þvottinn (það er sameiginlegt þvottahús)

Veit einhver um einhverjar reglur eða þvílíkt sem ég gæti lesið til að kynna mér réttindi mín gagnvart þessu liði? Hefur einhver lent í því sama eða svipuðu??

Og eitt en. Rannsóknarlögreglan hefur komið hingað þrisvar sinnum á síðasta ári til að ná tali af þeim félögum. Makes you wonder..

kv, deviant