Alltaf þegar ég er að lesa undir próf þá verð ég oft svo þreytt og sofna yfir bókinni. Mér finnst það mjög pirrandi.
Kannist þið ekki við þetta, sérstaklega þegar þið eruð að lesa mikið?
Það er auðvitað mjög leiðinlegt að lesa þetta.

Svo er líka að þegar ég er að lesa þá veit ég stundum ekkert hvað ég er að lesa. Ég bara les yfir þetta en hef ekki hugmynd um hvað þetta er. Þegar ég fatta ekki hvað ég er að lesa þá les ég setninguna aftur og aftur en fatta ekkert í henni. Ég fæ samt góðar einkunnir en samt vil ég að mér gangi betur að læra undir prófin.

Ég man kannski allt fyrir prófið svo þegar ég fer í prófið man ég stundum ekki eitthvað sem ég vissi áður en ég fór í þetta. Ég frýs stundum í prófum og bara ég man ekki neitt og ég þarf að hugsa mjög mikið. Af hverju gerist þetta, af hverju man maður ekkert í prófinu en samt kunni maður allt áður en maður fór það??
Hvað er hægt að gera við þessu, að læra betur undir próf og sofna ekki? Hvað finnst ykkur? Hefur þetta ekki gerst við ykkur?