Það er hægt að verða háður tölvum eins og mörgu öðru. Sumir eru háðir sjónvarpi, sumir eru háðir áfengi eða efnum, sumir mat, sumir spilakössum eða lottói. Ég þekki strák sem fer varla út úr húsi vegna leikjafíknar, vinnur ekki, er ekki í skóla. Mamma hans veit ekki hvað hún á eiginlega að gera við hann. Fyrir suma gæti það hreinlega verið best að slátra tölvunni eða eyða öllu út af henni og setja ekki upp leiki. Hafa ekki hratt internetsamband, bara módem. Þá nennir það minna að nota hana....