Extreme Makeover Stöð 2 hefur nú í nokkurn tíma sýnt þættina Extreme Makeover á miðvikudagskvöldum og í þessari óvenjulegu þáttaröð er fylgst með fólki sem fær óskir sínar um nýtt útlit uppfylltar. Fjöldi karla og kvenna lítur daglega í spegil og er ekki sáttur við útlitið. Hér fá nokkrir útvaldir nýtt nef, höku, maga eða hvað sem þeir þrá og oftast með mjög góðum árangri.

Núna ætlar Stöð 2 að ganga ennþá lengra og í morgnþætti stöðvarinnar stendur nú til að taka eina af barnastjörnum Íslands og eyða í hana 5 milljónum króna í að gera hana flottari og allt nánast í beinni útsendingu. Það á að eyða í allt frá nýjum fötum upp í flóknar fegrunaraðgerðir og allt þar á milli.

Hvað finnst fólk um svona þætti? Eru þeir að ýta undir óánægu fólks á sjálfum sér í þjóðfélagi sem er hægt að breyta sér í þvílíka gellu fyrir nokkrar milljónir eða breytir þessi útlitsdýrkun engu? Haldið þið að það hefði ekki verið sniðugra að eyða þessum pening í t.d einhvern sem hefði slasast, í stað þess að eyða í manneskju sem nú þegar lítur ekkert illa út. Hefði ekki verið sniðugra að byggja upp t.d brunasjúkling eða er það ekki gott sjónvarpsefni?

Verður gaman að heyra álit fólks á þessu, ég sjálf veit ekki hvar ég stend, enda hef ég mjög gaman að horfa á þessa erlendu þætti.

Kv. EstHe
Kv. EstHer