Hæ hæ!
Ég er 13 ára stelpa (á 14 ári) Ég passa mikið og elska börn útaf lífinu. Ég er að passa hjá nokkrum konum og er að fá frá 200 kr upp í 500 kr.

Hjá einni er ég að fá 200 kr á tímann. Þá er ég að passa einn 4 mánaða og einn 2 ára. Þetta er rosalega erfitt. að passa 3 mánaða strák i nokkra klst er mjög erfitt. En samt er eins og mamma hans skilji það ekki eða sé alveg sama. Hún borgaði mér 6 þúsund krónur fyrir fram sem er 30 tímar!! Og ég held að hún hafi gert þetta til að láta mig koma oftar að passa svo ég fái ekki samviskubit eða álíka. Þá er erfiðara fyrir mig að segja nei.

Ég æfi mikið íþróttir og ákvað þegar ég byrjaði að passa að taka pössunina ekki fram yfir æfingar. Ég lofaði foreldrum mínum því líka því þau eru að borga morðfjár fyrir þessar æfingar!! Og ég er órtrúlega ánægð með það og finnst VOÐALEGA GAMAN að æfa. Ég sagði henni þetta og hún þóttist alveg skilja það og svo framvegis. Núna er hún stanslaust að spurja mig að passa og ég segi eigilega alltaf já!! Ég get ekki sagt nei. Ég er alveg hætt að hafa tíma fyrir sjálfa mig. Ég kem heim af æfingu kannski 9 á kvöldin og þá kemur hún beint til mín (hún býr í sömu blokk og ég). Þá segist hún þurfa pössun til 11 en kemur ekki fyrr en 12 eða 1!

Um helgar er ég á æfingum á morgnanna kl. 9 (þarf að vakna 8) Þannig að ég sagði henni að ég gæti bara passað til 11 þá.

Svo er ég líka að passa aannan engil sem er 1 og hálfs. Það er nánast ekkert mál að passa hann og ég fæ 350 - 500 kr á tímann!!
Mamma hans er svo yndisleg við mig og stundum finnst mér hún borga mér of mikið.

En hvað á ég að gera í fyrra dæminu? Mér er byrjað að líða illa því að ég passa svo mikið!! Er nánast ekkert með vinum mínum nema í skólanum og þegar vinkonur mínar koma með mér að passa. Hún býr í sömu blokk og ég þannig að ég á mjög erfitt með að hætta að passa hjá henni því að ég mundi samt þurfa að hitta/sjá hana á hverjum degi og það er ótrúlega erfitt!! Svo þykir mér svo vænt um strákana hennar!

kveðja

Madgirl