Grein þín hljóðaði svo:
Ég held að það sem ég ætla að fara skrifa hér sé eitthvað sem margir annaðhvort vita og vilja ekki viðurkennna eða eithvað sem sumir eru að spá í en vilja ekki trúa. En staðreyndin er sú að tölvunotkun unglinga á íslandi er gríðarlega mikil það er varla krakki á þessum klaka sem eyðir ekki allavega 1 klst fyrir framan skjáin og er þá að sjálfsögðu annað hvort á msn eða í tölvuleikju “ tíma þjófum ”. Fyrir sjálfan mig get ég sagt að ég vildi ekki trúa þessu í fyrstu “ að ég væri háður ” en þegar ég fór að spá aðeins í þessu betur að þá sat ég límdur við skjáin í 11 klst í gær sem er að sjálfsögðu ekkert nema vitleysa. Sem dæmi var maður sem vildi ekki fara til útlanda því honum var að ganga svo vel í Eve….

Margir gætur lesið þessa grein og hugsað til hvers er hann að skrifa umm þetta. Jahh sjálfur veit ég það ekki en vonandi kemst allavega á stað umræða um þetta því þetta hefúr áhrif á svo margt.
T.d. tóku foreldrar eftir því að því meira sem ég var í tölvunni því verri var ég í skapinu. Sjálfur tók ég eftir því að ég var farinn að sofa órólega. Mæting í skólan fór líka hratt hrakandi þar sem að maður sat fastur við skjáin langt framm á nótt dag eftir dag og þegar maður loksinns drullaði sér í skólan var svo mikil uppsöfnuð þreyta að maður hafði enga einbeitingu sem hafði síðan áhrif að sjálfsögðu á einkannir. Ég hef líka tala við nokkra sem hafa hætt í íþróttum útaf “ Counter-Strike ” allavega tala um það að þeir muni eftir því að þeir voru alltaf í íþróttum en séu það ekki lengur og tala svo bara um hva þeir eru búnir að eyða mörgum klst í þessa vitleysu. Og það er alveg rétt ef þið spáið í það sjálf hva eruð þið búin að eyða mörgum klukkustundum fyrir framan tölvu skjáin að gera mest ekki neitt nema eyða tíma í að gera ekki neitt…

Faðir minn vill meina að tölvur egi bara að vera notað til vinnu en ekki til afþreyingar sem er alveg hellings vit í. En í dag eru tölvur að mestu leiti notaðar í vitleysu “ tölvuleiki og annað slíkt ” en að sjálfsögðu eru tölvurnar algert þarfaþing við margar aðstæður. Spurningin er nátturlega þessi er eithvað hægt að gera til að fá unglinga og meira að segja eldra fólk til að eyða minni tíma fyrir framan skjáinn satt besta verð ég að segja að fyrir þá sem eru dýpst soknir í þennan gervi heim netsinns verðir ekki bjargað en fyrir komandi kynslóðir og þá sem eru það ekki ætti að vera hægt að bjarga.

Hvernig?

Ef þeirri spurningu væri svo auðveldlega svarað væri ég sjálfsagt ekki að pæla svona mikið í essu hva þá að reyna gera mitt besta í að skrifa grein um það. Til að byrja með held ég að það þurfi að fá fólk til að sjá vandan viðurkenna vandan og komast síðan að því hvað er hægt að gera við vandan. Eitt er nátturlega víst og það er að ísland er ekkert eitt á báti með þennan vanda. Þetta er mál sem á alveg pott þétt eftir valda hellings ama í framtíðinni….