Jæja gott fólk, ég er að spá í að deila með ykkur lýsingu á smá framkvæmd sem ég hef þegar ráðist í. En þannig er að ég á 12 ára dóttir ( heimilisgelgjan ) sem sárlega vantaði fata skáp, skrifborð og hillur inní sitt 14 fm herbergi. Þannig að ég fór að athuga hvað svona pakki kostar, fann fátt undir 50000 kalli. Ég hreinlega TÝMI ekki að kaupa svona dýrt fyrir hana, hún vill fá nýtt eftir örfá ár hvort sem er. Þannig að ég fékk vinkonu mína til að teikna upp hillu með áföstum skáp á skrifborði. Þetta er samanlagt 3,5 m að lengd og skápurinn er 60 cm á dýpt og skrifborðið er 1,5 m á lengd. Sumsagt ágætlega stórt og ætti að duga einhvað. Ég síðan mældi þetta út og keypti 2 stórar spónaplötur sem ég er búinn að saga niður. Ég er búinn að setja skápinn og hilluna saman og er að grunna þetta allt. Ég síðan þurfti að færa 3 tengla frá og 2 ljósarofa, setti bara utaná lyggjandi og faldi kapalinn á bakvið þetta allt. Efniskostnaðurinn er kominn í 11500 kr. Mér sýnist að þetta komi tilmeð að kosta ca 20 000 með MDF plötunum sem ég ættla að nota í hurðarnar á skápinn og síðan límtrésplötu úr eik. þEtta allt ættla ég síðan að lakka með Lady lakki, það nefnilega lekur ekki og er allveg kjörið fyrir svona klaufa einsog mig til að lakka með.
Seigi ykkur síðan meira frá þessu síðar.

Wabis ofvirki
Wabis ofvirki