Nú er ég iðnlærður, rafeindavirki og mjög virkur í félagsstarfi, sit í sambandsstjórn <a href="http://www.insi.is“>INSI</a>, er formaður <a href=”http://www.fnir.is“>Félags nema í rafiðnum</a> með sæti í miðstjórn <a href=”http://www.rafis.is“>RSÍ</a>. Eftir grunnskóla fylgdi ég týskubylgjunni og skráði mig í versló, en vegna mikils fjölda umsækjenda komst ég ekki inn, fór því í <a href=”http://www.mr.is“>MR</a> og eyddi 2 árum í þeirri annars ágætu menntastofnun, nældi mér meirað segja í jarðfræði stúdent :). Á þeim punkti var maður loksins kominn með eitthvað vit í hausinn og farinn að móta framtíðarplön. 4 ár í menntaskóla, hvað svo? 4 ár í háskólanum? Nei takk, kemst ekki á atvinnumarkaðinn fyrr en eftir 6 ár! Ég sá frammá að best væri að hætta þessu bóknáms brölti, yfirgefa sökkvandi skip og skrá sig í iðnnám, innritaður í <a href=”http://www.ir.is“>Iðnskólann í Reikjavík</a>. Nú eftir 4 ár í iðnskólanum er ég útskrifaður og tek sveinspróf í miðjum næsta mánuði, kominn á atvinnumarkaðinn og farinn að skapa verðmæti fyrir þjóðfélagið.
Ég á mjög erfitt með að skilja þessa ofur áherslu samfélagsins á að allir eiga að vera með stúdent, til hvers? Fæ ekkert frekar vinnu á því að vera með stúdent en grunnskólapróf. Gæti helst ímyndað mér að hér væri um að ræða fordóma gagnvart iðnnámi, eins og frasinn:”Bara heimskingjar fara í iðnnám.“ Heyrði þetta oft á sínum tíma. Hvað sá maður í blöðunum fyrr í þessum mánuði annað en stúdenta og fleiri stúdenta, hvað með allann þann fjölda iðnfólks sem útskrifaðist? Það var ekki mikið sýnt af því.
Heyrði frá samnemenda mínum um daginn að honum hefði verið beint inná iðnnám því honum gekk ekki vel í grunnskóla, útskrifaður sem einn af hæstu á brautinni. Sumir hafa einfaldlega ekki getu né nennu til að standa í endalausu bóknámi og vilja frekar vinna með höndunum.
Í dag er mikill skortur á iðnlærðu fólki, sárvantar pípara, málmiðnaðarmenn, múrara og hvaðeina. Meðan ungað er út viðskipta- og hagfræðingum sem hvergi fá vinnu, lögfræðingar sem komast ekki einu sinni á samning og deildir með fleiri tuga prósenta í falli, einungis vegna oframboðs vinnuafls á því sviði.
Er nú ekki kominn tími til að styrkja iðnnám og benda ungu fólki á að þetta er ekkert verra en bóknám, laun iðnaðarmanna eru mjög góð. Hver haldið þið að skili meiri tekjum inní samfélagið: smiður eða íslenskufræðingur?

Öll leiðindakomment og fleim vel þegin.<br><br><font color=”#C0C0C0"><b>Virðingarfyllst
[I'm]Faikus Denubius</b></font>
<a href=“mailto:Faikus_Denubius@hotmail.com”>Faikus_Denubius@hotmail.com</a>
<a href="http://www.fnir.is“>Félag Nema í Rafiðnum</a>
<a href=”http://www.faikus.leti.is“>Heimasíðan mín</a>
<font color=”#808080">(Insert witty remark or a clever saying)
- In a post apocaliptic world, the only group of people you can't trust are the ones who have the time and resorces to clean their underwear.
- If rubbing frozen dirt in your crotch is wrong then I don't want to be right.
- I'm so lazy I make a rug on valium look hyper-active.
- It's a plesure to eat your lead, my good sir.
</font