Ég myndi ekki treysta því að hún eigi neitt inni. Sumir hætta snemma að stækka, aðrir seint. Ég hætti að stækka 13 ára og bróðir minn líka en fram að því vorum við ekkert minnstir í bekknum. Hann var einmitt frekar hávaxinn í sínum bekk en núna erum við báðir litlir naggar :) Spurðu frekar foreldra ykkar, aðallega þá kerlingarnar í familíunni, mömmu, móðursystur og föðursystur, ömmur o.s.frv. hvað þær hafi verið háar á þessum aldri og hvenær þær hættu að stækka.