Hæhæ!

Ég sendi þessa grein inn til þess að fá smá hjálp og góð ráð því ég er í mikilli sálarkrísu og þætti vænt um ef einhver hér gæti stutt sjálfa mig í því að byggja mig upp.

Þannig er mál með vexti að ég er ósköp venjuleg stelpa á 17 ári. Fyrir rétt svo ári eða svo lauk ég samræmdu prófunum með stæl og ákvað að fara í eina framhaldsskólann í mínu bæjarfélagi, en ég bý rétt fyrir utan höfuðborgarsvæðið. Sá tími sem ég eyddi í þessum annars ágæta skóla var hörmulegur en ég entist bara í eina önn. Á þessari einu önn missti ég meðal annars mánuð úr vegna andlegra veikinda og lagðist inn á sjúkrahús. Ekki beint skemmtilegar minningar. Mér leið einfaldlega hræðilega í þessum skóla og fannst allt vera svo yfirþyrmandi, fólkið pirrandi og allir svo metnaðarlausir. Ég get svo sem alveg bætt við að ég greindist með félagsfælni þegar ég lagðist inn á sjúkrahúsið í september. Sem þýðir að ég á mjög erfitt með að vera innan um fólk sem ég þekki og þekki ekki og á erfitt með að koma mér á framfæri. Skýrir sig frekar sjálft. En þrátt fyrir allt þetta var ég ákveðin í að klára allavega þessa einu önn og náði lukkulega öllum prófunum, en ég er alltaf verið afburðar nemandi.

En mér leið einfaldlega svo illa þarna að ég vildi fyrir alla muni ekki fara aftur þangað. Því sótti ég um í skóla í menntaskóla í Reykjavík og var það ágætis tilbreyting. Ég þekkti samt ekki neinn þar.. og geri ekki enn. Mér finnst rosalega gott að vera hérna uppá það að ég get bara verið ég sjálf og þarf ekki sífellt að leika einhverja aðra manneskju eins og mér hættir stundum til að gera. En mér finnst vont að hafa ekki eins og einn vin hérna, en ég hef aldrei þurft að hafa marga í kringum mig.. Því er mér að leiðast mjög mikið hérna og er bara að missa allan áhuga á þessu dæmi. Ég hef engan áhuga á þessu námi miki lengur. Ég dauðsé eftir því að hafa ekki farið í bekkjarkerfi strax í byrjun. Ég hefði átt að hugsa aðeins lengra en bara í næsta skóla. Ég næ einhvern veginn ekki að einbeita mér í þessu áfangakerfi. Ég er alveg hætt að læra og er bara alveg hætt að vera þessi afburðar nemandi sem ég var. Mér finnst óþægilegt að þurfa alltaf að vera að skipta um stofur og mér finnst mjög pirrandi að vera ekki alltaf bara með sama fólkinu í tíma. Þá fer maður svona að þekkja einkenni hvers og eins en í áfangakerfi er maður með svo mörgum að maður þekkir ekki nema einn-tvo í hverjum tíma. Það er svo sem í lagi, ég er ekkert mikið fyrir að tala við alla og þannig, en samt finnst mér best að hafa alltaf bara sama fólkið í kringum mig. Svo er ég líka þannig að ég þarf mjög oft að spurja að einhverju og svoleiðis í tímum, en þori því aldrei af því að ég er svo hrædd við umhverfið. Þegar ég var í grunnskóla spurði ég bara þegar ég þurfti að spurja af því að vissi hverjir allir voru inni í stofunni og var einhvern veginn miklu öruggari..

Ég er mikið að spá í að skipta yfir í skóla með bekkjarkerfi ef að mamma mín leyfir mér að skipta um skóla enn einu sinni. Ég á nokkra vini í þannig skólum og allir eru komnir vel inn í þó þeir hafi ekki þekkt neinn í byrjun. Þá er maður alltaf í sömu stofu og í sama sæti.. Situr hliðina á sömu manneskjunni og þorir að spurja einhvern í bekknum um heimanám, en ég hef engan til að spurja um neitt ef ég missi af tíma.. En ég er að spá, er það aumingjaskapur af mér? Að byrja kannski alveg upp á nýtt og vera ári á eftir mínum árgangi? Ég gæti samt tekið prófin hjá fyrsta bekknum upp um sumarið en svo kannski næ ég ekkert.. Þá fer í byrjunarbekk og er það lúsarlegt? Hvað mynduð þið gera ef þið væruð í mínum sporum? En svo er málið með skólann.. Ég veit ekki hvaða skóla ég myndi fara í. Bara einhvern með bekkjarkerfi. Ég hugsa að ég muni vanda valið vel því ég nenni ekki að þurfa að skipta um skóla enn einu sinni..

Vonandi getur einhver hjálpað..