Djöfull eða verndarengill? Líkfundarmálið svokallaða, málið er kollkeyrt hefur þjóðinni. Flestir fyllast óhug og reiði er þeir tjá sig um umrædd mál. Málið er í hnotskurn það að Lithái að nafni Vaidasi flutti með sér fíkniefni innvortis til Íslands. Hann verður síðan veikur af völdum þarmastíflu er efnin vildu ekki skila sér. Að lokum lætur Vaidas lífið rúmliggjandi að völdum áður nefndar þarmastíflu. Í slagtogi við Litháan voru þrír aðilar, einn Lithái og tveir Íslendingar. Bíða þeir dómsúrskurðar er þetta er skrifað.

Ég hef alltaf talið að það eigi að reyna að sjá mál frá sem flestum sjónarhornum. Það er jú margar sýnir að öllum málum og viðfangsefnum.

Það sem ég hef leitt hugann að, hverjir eru “sekir” í þessu máli. Í þessu tilviki felst meint sekt þremenninga í þremur liðum að mér skilst.

1. Smygl á fíkniefnum, ætluð til sölu og dreifingar á Íslandi
2. Koma ekki manni í lífshættu til hjálpar.
3. Ósæmandi meðferð á líki manneskju.

Álit mitt á fyrsta lið:

Ég persónulega lít ekki á neyslu, sölu og dreifingu á fíkniefnum sem refsiverðan gjörning. Eina sem gerir hann rangan eru lögin, en lög eru jú og verða alltaf uppfinning manna Þau verða aldrei heilög eða lýsandi fyrir hinn gullna sannleik. Lög breytast, gömul og úreld lög eru afnuminn. Kannski er best að lýsa þessu með “viðskiptavininum” dæminu. Maður fer til sölumanns, óháð hver varann er, og kynnir sér verð og gæði. Að lokum ef allt gengur upp ákveður sá hinn sami að eiga viðskipti við sölumanninn. Hann er þá orðinn “viðskiptavinur”. Þeir skilja sáttir og eru “vinir” á máli markaðsfræðinnar. Viðskiptavinurinn keypti vöru og sölumaðurinn seldi það sem viðskiptavinurinn vildi kaupa. Þar er ekki að finna fórnarlamb og í raun fáránleikinn uppmálaður, þegar fólk með hleypidóma að vopni fyllist reiði og hatri yfir einhverjum viðskiptum sem aðrir stunda. Kerfið er þannig uppbyggt í dag, að yfirvöld eru í líki óvinar í þessum geira, í stað þess að vera fordæmi fyrir góðar hvatir.

Álit mitt á öðrum lið:

Þarna er mér spursmál, hvor ber meiri sekt, yfirvöld eða þremenningarnir. Ef við notumst við “örsök og afleiðing” hugsun þá má finna fleiri sakborninga ef viljinn er sá.

# Fjórmenningarnir smygla fíkniefnum. Þarna eru orsökin bannið á fíkniefnum og er því smyglið framkvæmt.

# Einn af fjórmenningunum veikist og neitar “líklega” sjálfur að leita læknis. Orsökin á því að ekki var leitað til læknis er enn og aftur, allt of ströng viðurlög við “fíkniefnumbrotum”. Ef að leita til læknis þýðir 12 ára fangelsisvist, er það þá ekki gefið að fólk forðast að leita aðstoðar.

# Allt fer á versta veg og sá er fíkniefnin bar innvortis lætur lífið. Hinir er eftir lifðu fyllast væntanlega ótta og örvæntingu, því sama hvað gert er, sá hinn látni fær ekki lífið aftur. Þeir taka þá, þá pól í hæðina að fela líkið.

Þriðji liður:

Enn og aftur er það hræðslan við ofur-dóm sem leiðir til þess að, hin ókristnilega leið er valin.

Ef maður hugsar þetta með opnum hug, þá er alveg eins hægt að kenna yfirvöldum um á einhvern hátt hvernig fór. Með grimmdarlegri refsistefnu er verið að rækta upp í fólki villiemennsku og óeðli. Ef kerfið bæri ögn meira vott um kærleik þá hefði aldrei til þess komið að einhver hefði látið lífið og hinir þremeningarnir þyrftu ekki að lifa sjálfa sig sem ómenni með mannslíf á samviskunni.

Ég sjálfur tel að með mannúðlegri stefnu megi rækta upp hið góða í fólki en ekki hafa kerfið þannig að það beinlínis ýti undir óeðli eða aðra ómennsku. Sem betur fer er dæmið að ofan afar sjaldgæft. En engu að síður erum við að horfa á fólk lokað inn í búrum fyrir það eitt að kjósa að selja, neyta eða dreifa því sem einhverjir kjósa að kalla ólögleg fíkniefni.

Hver mannvera er konungur í eigin ríki, ríki hans er eigin líkami.

Engin má með drottnunargirni einni saman ákveða fyrir hvað sé öðrum fyrir bestu, svo lengi sem hans ákvörðun skaðar ekki aðra.


Kveðja,

Monndance
Ekki er hægt að miða siðferði í dag við siðferði áður fyrr.