Ég var að skoða nánar þessa könnun og sá að það eru frekar margir strákar hérna sem telja sig geta orðið ólétta. Ætli það sé eitthvað að kynfræðslunni í skólunum nú til dags? :)

Annars er athyglisvert að skoða það að kynin hafa greinilega ekki sömu skoðanir á þessu. Af því kvenfólki sem er búið að segja skoðun sína þegar þetta er skrifað ætla 14 af 37 eða 38% að fara í fóstureyðingu en 62% ætlar að halda barninu. Af þeim karlmönnum sem hafa svarað ætla 10 af 70 eða 14% að gefa barnið, 19 af 70 eða 27% ætla í fóstureyðingu en 59% ætlar að halda barninu.

Finnst engum fleirum en mér athyglisvert að engin kona sem hefur svarað vill gefa barnið, bara karlmenn?