Ég hef verið að velta fyrir mér um tíma hvernig þjóðfélagið er orðið og hvað nútíminn er klikkaður. Það er orðið svo áberandi hvað stór hluti fólks hér á landi er orðið rosalega háð allskonar gerviþörfum og þá á ég við hluti eins og td. líkamsræktastöðvar, gsm símar, hárlitun, bílar og fleira og fleira.
Það er merkilegt hvað allt er orðið óhugnalega tæknivætt og bilað. Önnur hver fjölskylda á a.m.k 2 bíla og það er líka orðið mjög algengt að menntaskólanemar séu á eigin bílum eða á þriðja bílnum sem fjölskyldan á ,þannig að í sumum tilfellum eiga fjölskyldur 3 bíla!!! Mér finnst það ekki eðlilegt og ég skil ekki hvernig fólk tímir peningunum sínum í svona vitleysu og hvað þá hvaðan það fær alla peningana fyrir þessu öllu saman. Fólk talar um að þetta sé svo hentugt því það spari tíma því hver og einn geti keyrt í rólegheitunum á sínum eigin bílum í vinnu og skóla. En hvers vegna ÞURFA svona margir að keyra í vinnuna sína eða í skólann? Svo eyðir þetta sama fólk offjári í líkamsræktarstöðvar því það er svo lélegu formi af því það keyrir allt sem það fer og er alveg hætt að ganga. Reykjavík er það lítil borg að það er algjör óþarfi að ferðast með bílum hvert sem er og í mörgum tilfellum sparar það engan tíma.
OG svo er það þessi klikkaða gsm símaeign. Hún er komin út í algjörar öfgar líka og mér finnst hún ekkert eðlileg heldur og þá á ég aðallega við hvað fólk er að eyða miklum peningum í þetta með því að endurnýja símana sína nokkrum sinnum á ári til þess að geta átt alltaf nýjasta og flottasta símann. Og svo ekki sé talað um hvað símaeign er orðin algeng meðal ungra barna,algjör bilun en þetta kallar fólk nauðsyn: ,,það er svo mikið öryggi, maður veit alltaf hvar krakkinn er " Eins og krakkinn geti ekki logið til um hvar hann er?!!!
Svo er það háralitunin og fleira í þeim dúr. Ég horfði aðeins á fegurðarsamkeppni Íslands( mér finnst sú keppni vera mikil niðurlægjing fyrir konur, en ég ætla ekki að ræða um það hér, það kemur kannski í annari grein). Það voru alveg örugglega ALLAR stúlkurnar með litað hár og ljósabekkjabrúnar og ofmálaðar. Finnst engum það skjóta dáldið skökku við að keppendur í fegurðarsamkeppni séu búnar að breyta sjálfum sér svona mikið að þær líta í rauninni út fyrir að vera allar klón af sömu manneskjunni? Ekki sást náttúruleg fegurð þeirra, þær voru allar svo útklíndar í málningu, brúnkukremi og háralit að í raun veit enginn hvernig þær líta út í alvörunni. Ég kalla þetta ekki fegurðarsamkeppni. En nóg um það, það er ekki eins og fólk þurfi að taka þetta eitthvað alvarlega. Ekki lít ég á fegurðardrottningu Íslands sem andlit þjóðarinnar. Mér finnst þessi keppni bara sýna vel hvað það er mikið um gerviþarfir og óeðlileika hérna. Ég er orðin svo leið á því hvað stór hluti ungu kynslóðarinnar er heilaþveginn af því hvað það sé nauðsynlegt að eiga mikla peninga,líta út eins og model og eiga eigin bíl, síma og helling af dýrum tískufötum. Margir hverjir nenna ekki einu sinni að mynda sínar eigin skoðanir á mikilvægum málefnum og pólitík, það gengur allt fyrst og fremst út á útlitið og ekkert annað kemst að. Ég neita því hins vegar ekki að ég sjálf tek þátt í þessari gerviþarfa vitleysu að einhverju leiti en ég er samt ekkert ánægð með það og mér fyndist frábært ef það yrði bylting hérna og allt myndi breytast í þessum málum og fólk hætti að hugsa bara um sjálft sig og sitt eigið útlit.