Kæru notendur og stjórnendur áhugamála hér á Hgua.

Ég held að það hafi farið framhjá mjög fáum að ég er stórnotandi hér á Huga og hef verið undanfarið ár. Það er einhver þróun í gangi hérna sem að ég er verulega ósáttur við.

Þegar ég byrjaði að sækja þennan vef var þetta vettvangur fyrir óheft skoðanaskipti manna á milli. Menn gátu sagt skoðanir sínar og haft samskipti við marga í einu. Það er það góða við Huga að mínu mati.

Núna eru að koma inn boð og bönn. Ég get vel skilið að Survivor áhugamálið hóti fólki útilokun frá Huga ef að það segði frá því sem ætti eftir að gerast í komandi þáttum. Því það er bara til að eyðileggja fyrir öllum öðrum sem sækja það áhugamál.

Um hvað er ég þá að tala? Tökum dæmi:

RAMMSTEIN.
Ég var einn af þeim sem var svo óheppinn að fá ekki miða á Rammstein. Núna er búið að tilkynna að það verið aðrir tónleikar á laugardeginum en ég sé ekki fram á að komast á þeim degi. Nú hef ég heyrt um fólk sem að er að selja miða á svörtu á föstudagstónleikana. Í samleysi mínu fer ég inná ROKK áhugamálið hér á Huga og sendi inn póst þar á korkinn þar sem að ég lýsi áhuga mínum á að kaupa miða á fyrri tónleikana. Stuttu seinna er kominn grein þar inn frá stjórnenda áhugamálsins þar sem því er lýst að bannað sé að stunda sölu á miðum á Rammstein hér á Huga. Ég er ekki að selja neitt og ef að sú staða kæmi upp að ég hefði getað keypt miða og síðan kæmi upp að ég kæmist ekki á tónleikanna þá myndi ég telja að Hugiværi tilvalin fyrir mig til að koma þeim fréttum á framfæri. EN ÞAÐ MÁ EKKI!!!

ÞJÓÐERNISSINNAR.
Mikið hefur verið rætt um þjóðernissinna hér á Huga uppá síðkastið og “áróður” þeirra. Ég verð að segja að þegar að ég skoða greinar með það í huga hvort að ég samþykki þær eða ekki þá er ég ekki að líta til þess hvort að ég sé sammála viðkomandi eða ekki. Miklu frekar er ég að skoða hvort að viðkomandi færi rök fyrir máli sínu og komi skoðunum sínum frá sér á skýran og skilmerkilegan hátt. Nú er verið að tala um að útiloka eða banna ákveðna einstaklinga af Huga vegna áróðurs. Nú spyr ég hvar eru mörkin dregin? Hver er munurinn á áróðri og skoðanaskiptum? Hvar eigum við að draga línuna? Ef að Hugi heldur áfram á þessari línu verður forræðishyggjan það sem að drepur þetta samfélag.

Nú þurfum við stjórnendur áhugamála að eins að staldra við. Hvað viljum við að Hugi verði? Við höfum vald til þess að móta það að miklu leyti. Við getum verið mjög harðir í ritskoðun og bara hleypt því í gegn sem að við erum samþykkir eða skoðað innihald og samþykkt það að það er fólk þarna úti með aðrar skoðanir á hlutunum en við.

Hugi á að vera frjálst samfélag á netinu. Ef að ég hef skoðun sem að samræmist ekki því sem gegnur og gerist í sammfélaginu þá hlýtur að vera í lagi að koma því á framfæri ef að ég færi rök fyrir máli mínu. Ef að mig langar á Rammstein og vill koma því á framfæri á korknum þá á ég að geta gert það. Það er ekki eins og ég sé að skemma fyrir neinum öðrum ánægjuna. Ég var ekki að senda inn á Survivor hver vann!!! Það bíður eingin skaða af, eða hvað?

Ég mun í það minnsta leggja mitt af mörkum til að móta þetta samfélag.

Xavier

P.S. Vantar ennþá 4 miða á Rammstein á föstudagskvöldið. ;-)
Xavier@hugi.is