Eftir umræðuna um það að vera rekinn af huga.is hér neðar á korkinum vil ég beina eftirfarandi spurningum til stjórnenda huga.

Hvað þarf til að vera rekinn af huga?

Getur einn einstakur stjórnandi rekið menn af huga án þess að ráðfæra sig við aðra?

Hvað eru ca. margir sem hafa vald til þess að reka menn af huga?

Eru menn varaðir við áður en þeir eru bannaðir eða er það gert fyrirvaralaust?

Kveðja,
Sindri

PS. Það væri líka ágætt ef menn tækju það fram þegar þeir svara hvort þeir eru starfsmenn huga eða ráði einhverju þar, þetta finnst mér stundum pínu óljóst.

PPS. Ég sjálfur er í lægstu mögulegu stöðu í goggunarröðinni á huga, fyrir utan kannski þá sem eru bannaðir.