ég og Stína (creepz hér á huga) vorum að rúnta um í kvöld og komum þar að ketti sem hafði verið búið að keyra á! Eitthver gjörsamlega heilalaus fáviti hefur keyrt á kött og keyrt í burtu. Þetta hefur verið mjög mikið högg greinilega vegna þess að það var mikið blóð í kringum, bara svona slettur aðalega. Kötturinn hefur sennilega dáið strax það blæddi bara úr hausnum á honum. ;(
Við hringdum auðvitað á lögguna báðum hana um að koma og taka köttinn, þeir ætluðu jú að gera það.. eftir 20 mínutur var þetta orðið svoldið löng bið.. svo við hringdum aftur, þá var gaurinn bara með stæla..
ég: eruði ekki að fara að koma
Löggan: Hva´er hann nokkuð að fara í burtu (hélt hann væri svakalega fyndin)
ég: Þetta er ekkert fyndið
Löggan: uhh..ehh.. þeir fara að koma
sagði að þeir væru á leiðinni.. Svo voru liðnar 45 mínutur, þá hringdi ég aftur og varð orðin svoldið reið.. sagði honum að þetta væri ekkert grín að þurfa að horfa uppá dáin kött í 45 mínutur.. nei nei byrjar minn þá ekki bara með svaka stæla, “Já hann er dauður, þú þarft ekkert að standa þarna yfir honum, við komum bara þegar við komum, við höfum mörgu öðru mikilvægara að sinna en dauðum köttum!” Svo fór ég að reynað gera honum grein fyrir því að þetta væri alls ekki svona lítið mál eins og hann hélt að þetta væri, sagði að það væri alls ekki sniðugt ef eitthverjir krakkar eða kanski eigendurnir kæmu að þessu svona.. þá byrjar hann “ég nenni ekki að rökræða þetta við þig”
Svo skellti hann á.. eða ég.. ég man ekki.. svo loks kom lögreglan.. tók köttin, skoðaði nafnspjaldið setti köttin í poka og fór.. eina sem var sagt við okkur var “keyrðuð þið á hann..” svo lítið “takk” þegar þau fóru
Bara hvað er að!! Fólk keyrir á ketti og brunar í burtu svo er ekki einu sinni hægt að fá hjálp frá lögreglunni!