Ég ætla aðeins að tala um fóstureyðingu, sjálf er ég með fóstureyðingu innans sérstaks ramma, ég er ekki með því að neyða fólk sem verður ólétt að eiga barnið á hvaða aldri sem það er eða í hvaða aðstæðum sem er.
Þegar talað er um að banna fóstureyðingar þá er líka verið að banna það að taka morgunin eftir pillu, sem er notuð þegar manni er nauðgað svo maður verið ekki óléttur, væri ekki gaman að neyða konur sem hefur verið nauðgað að eiga krakka sem var þröngvað upp á það og á alla tíð eftir að minna á þessa lífsreynslu, sem er nógu erfitt að lifa með.
En hvað með konur sem eru það veikar að þær munu deyja ef þær fara ekki í fóstureyðingu, það yrði ekki gerð undanþága eins og t.d. kaþólska kirkjan lítur á þetta.
Ég er hinsvegar mjög á móti því að konur noti fóstureyðingu og daginn eftir pilluna almennt sem getnaðarvörn, það er fáránlegt og hættulegt.
Ég veit að einhver á kannski eftir að segja að maður eigi bara að nota getnaðarvörn, þetta sé bara manni sjálfum að kenna, en engin getnaðarvörn er 100% og þótt maður væri á pillunni, lykkjunni, hettunni, notaði smokk og sæðisdrepandi krem, þá er alveg hægt að verða ólétt!
Just ask yourself: WWCD!