Ég vil koma þessari upplifun minni á framfæri í framhaldi þess að nú er uppi frumvarp á alþingi um að skylda alla útlendinga til að læra Íslensku.
Ég var ásamt nokkrum vinum í miðbæ Reykjavíkur nú nýlega og ákváðum við að skella okkur í bíó. Það er svo sem ekki frásögu færandi en þegar inn í bíóið var komið þá tók við hefðin um popp og kók. Ég fór upp að afgreiðsluborðinu að sá að afgreiðsludaman af Afrískum uppruna. En hugsaði ekkert út í það og sagði hvað ég vildi en þá fékk ég þetta svar frá henni ,,ég tala ekki gott íslansk.“ ,,Do you speak English?”
Fyrst átti ég ekki orð og sneri mér við og leit á vini mína sem voru jafn hissa og ég. Þá sneri ég mér að blökkukonunni og sagði við hana á íslensku að ég ætlaði ekki að fara að panta mér eitthvað á ensku í íslensku bíói og fór ég til næsta afgreiðslumanns, sem talaði íslensku og þar gat ég pantað. Með þessari stuttu sögu vil ég spurja ykkur að þessu; finnst ykkur það í lagi að fólk þurfi nú á dögum að panta eitthvað á Íslandi á ensku? Geta þar með ekki notað móðurmál sitt í sínu eigin landi?
Ég verð að segja fyrir mig að mér finnst þetta fyrir neðan allar hellur að geta ekki talað íslensku á Íslandi og þess vegna tel ég nauðsynlegt að þetta frumvarp verði samþykkt á alþingi.

Kristján.