Eins og flestir sem horfðu á keppnin í gærkvöldi þá má teljast öruggt að MR vinni þessa keppni þetta árið? Hins vegar brá mér svolítið í brún þegar þeir klikkuðu á U2 spurningunni. Þetta vita flestir og þegar Logi spurði hvort Dublin kveikti á einhverju voru þeir sem eitt spurningamerki. Þarna er veikleiki á MR liðinu þeir vita sem sagt ekki allt. Síðan er annar veikleiki sem kannski ekki allir taka eftir en það eru raunvísindin. Ok þessar spurningar sem eru að koma í keppninni eru yfirleitt einhverjar jarðfræðispurningar. Enn það hefur ekki verðið mikið um eðlisfræðispurningar, stærðfræði, líffræði sem ekki eru sögulegs eðlis. Ég myndi segja að höfundur spurninga (domarinn) henti MR ingunum mjög vel því hann virðist vera á sama plani og þeir. Hann er náttúrulega fyrrverandi Gettu betur nörd.
Jæja vonandi á þetta eftir að vera meira spennandi næsta ár.