Ég get tekið undir þetta að mestu leiti, þar sem ég er nú skápabíladellukall. Það er eins og allir beygi sig undir markaðsfræðingana. Hvað varð um bíla eins og Saab 900, Volvo 244, Honda Civic, Austin Mini, Audi 80 Quattaro (sp)? Þetta gæti verið að breytast, bílaframleiðendur eru að fatta að þeir verða að skera sig úr á einhvern hátt ef þeir eiga ekki að vera stimplaðir aumingjar. Nýja Corollan er t.d. þvílík vonbrigði, maður bjóst við (og þó ekki) meiru af einum stærsta framleiðanda...