Ég er að bilast yfir þessari skattpíningu sem við launþegar þurfum að búa við. Maður vinnur eins og skepna, myrkranna á milli og á vart nóg í lok mánaðar til að greiða fasta reikninga, sem eru af íbúð og ódýrum bíl. Við hjónin þurfum að greiða 2,2 milljónir í skatta fyrir síðasta ár þrátt fyrir að endar nái varla saman. Við erum að kaupa blokkaríbúð, eigum milljón króna bíl, förum út að skemmta okkur 3 á ári, reykjum ekki, drekkum ekki, höfum farið í 3 utanlandsferðir á tæpum 7 árum. Við eigum 1 barn (annað á leiðinni) og ég á 1 barn sem ég greiði meðlag með. Bæði vinnum við meira en fulla vinnu, ég 12 stunda vinnudag og hún 10 stunda vinnudag.

Ef maður værin nú viss um að skattarnir færu í að greiða fyrir heilsugæslu og hjá á raunverulegum öryrkjum og raunverulega sjúkum og maður fengi kannski einhverja þjónustu hjá hinu opinbera væri þetta kannski í lagi - en!

Þegar ég horfi upp á fólk eins og einn ágætan kunningja minn til margra ára lifa af kerfinu alveg gersamlega, þá er mér nóg boðið! Hann er svona náungi sem kjaftar sig inn á alls konar félagsráðgjafa og leitar að læknum sem skrifa upp á að hann sé með einhverja óræða sjúkdóma og bara hreinlega lifir hærra en t.d. ég. Þegar hann fyrir nokkrum árum fann út að hann þyrfti eigið íbúð, talaði hann við eitthvert félagsmálabatterí en þar var víst nokkurra ára röð (fyrir venjulegt fólk í kröggum) en viti menn.. hann kjaftaði sig inn á kellingarnar þarna þannig að þær tárfelldu yfir þessum aumingja fagurgala sem var nú einstæður og sjúkur og átti svo erfitt - Hann var kominn í fríja íbúð innan 3ja mánaða (mun stærri en hann þurfti því auðvitað samdi hann við barnsmóður sína um að fá tímabundna forsjá yfir barni sínu (13 ára) á meðan hann er að krækja í skattpeningana okkar. Hann náði líka að láta skrá sig á örorku með hjá lækna eins og ég sagði frá áðan, og nú getur hann lagt bílnum sínum beint fyrir framan allar verslanir og þjónustu meðan ég þarf að leggja langt í burtu. Hann fær fatnað og að sjálfsögðu sérsmíðaða skó ókeypis hjá stoðtækjaþjónustum. Hann fær hinar og þessar bætur, nú og svo vinnur hann stundum við að keyra eða selja - að sjálfsögðu svart svo það skerði ekki bæturnar. Hann er með MIKLU hærri ráðstöfunartekjur en ég. Ég spyr ykkur kæru vinir - Er þetta sanngjarnt?