Forstjóri Apple, Steve Jobs lét nýlega eftir sér hafa að fyrirtæki hans væri
um þessar mundir að íhuga þann möguleika að færa sig alfarið yfir á x86
örgjöfastaðalinn eða intel örgjöfa eins og þeir eru betur þekktir. En þeir
mundu bíða allavegana þangað til 2003 þar sem skiptin yfir í mac os x
væru mikilvægari. En þar sem PowerPC örgjöfinn er byrjaður að dragast
mjög afturúr intel – Pentium 4 mun fara í 3GHz á þessu ári – Væri viturlegt
af Apple að rannsaka málið ofan í kjölin.

Þar sem Motorola hefur ekki það mikinn áhuga á Apple eða PPC örgjöfum
þeirra eins og þeir hafa áður sagt enda er G4 örgjöfinn notaður í mikið
meira en tölvur þám. CAT-scans þó bróðurparturinn sé án efa keyptur af
apple, er motorola engan veginn háðir því að selja þessa örgjöfa eða þróa
þá.

G4 örgjöfarnir eru byrjaðir að dragast aftur úr x86 CPU's sem eru að verða
hraðvirkari og hraðvirkari miðað við kostnað. G4 eru nú í 1GHz en sá
orðrómur gengur nú milli manna þess efnis að Apple kynni 1.2GHz G4
samhliða útgáfu OSX Jaguar í næsta mánuði (24.8). Það er augljóst að
Apple dregst afturúr í hraða ( og þetta hefur ekkert að gera með hina
svokölluðu “MHz Myth”) Vörur þeirra eru allt of dýrar miðað við hvaða
hraða þú færð útúr þeim.

Klukkan tifar og Apple verður að fara að taka ákvörðun. Það er líklegt að
þeir noti aðra örgjöfahönnun hvort sem það verður AMD 64-Bit Opteron,
eða Itanium 2, IBM POWER-4 ,eða einfaldlega hinn einfaldi 32-Bit x86.

Ef þeir yfirgefa PPC staðalinn mun það ekki gerast á einni nóttu allar apple
tölvurnar með g3-g4 verða ennþá til og öll þau forrit sem hafa verið skrifuð
fyrir þau verða ennþá þar. Hin nýja x86 apple tölva verður með sama
“theme” og þær gömlu.

Þið megið gleima því að geta keipt OSX og sett það inn á PC tölvunni
ykkar. Þetta mun ekki gerast (nema kannski Demo CD sem auglýsing)
Apple mun nota sömu brögð og á PPC til að vera þess fullvissir að OSX
keiri bara á því sem þeir selja. Þeir munu stilla BIOSin á kortum og
móðurborðum þannig að ekki sé hægt að nota þau á neinu nema
mökkum. Þó hún geti kannski keirt x86 stýrikerfi eins og linux, windows
geta aðrar x86 tölvur ekki keirt OSX. Vissulega er sá möguleiki fyrir hendi
að einhverjum nerðinum takist að hakka osx þannig að það keiri á PC en
það er annað mál.

Með þessari aðferð þarf apple ekki að fara í beina samkeppni við Microsoft
risann þar sem vélbúnaður þeirra myndi ekki samræmast “IBM and
compatibles”

Það verður til svo mikið af Grafíkkortum, hljóðkortum osf. að Apple mun
ekki hafa undan því að veita stuðning við þau. Meira að segja WindowsXP
styður ekki allt það sem til er á PC markaðnum. .Þar af leiðandi mun Apple
aðeins styðja brot af þessum vélbúnaði, sérmerkja hann ef nauðsyn krefur
og mögulega breita honum.
Að skipta um örgjöfa mun ekki skipta það miklu máli fyrir notandann. þetta
verður ennþá vélbúnaður sem er stjórnað og framleiddur af apple.

Auðvitað verður að fórna einhverju fartölvur apple verða aldrei samar aftur
þar sem x86 eyðir meira rafmagni og skapar meiri hita en g4. auk þess
verða öll þau forrir sem búið er að skrifa fyrir mac os x að vera
endurskrifuð. Vector engenið í G4 sem margt í OSX er skrifa? fyrir verður
auk þess að víkja.
En kostirnir verða margir, Hægt verður að porta leikjum eins og CS, DX, og
Quake á miklu skemmri tíma en áður hefur þekkst auk þess verður
Windows keiranlegt á mac í almennilegum hraða í fyrsta skipti í sögu
apple, sem eru gleðitíðindi.

Þeir hjá apple eru nú þegar búinr að gera tilraunir með að keira OSX á
intel og hef ég það skv. áræðanlegum heimildum að þeir séu með
tilraunaútgáfu af OSX á PC tölvu innan apple HQ. Þegar ég frétti þetta kom
þetta mér ekki á óvart, apple væru eitthvað ruglaðir ef þeir væru ekki búnir
að kanna þetta. Þessi útgáfa er líklega í svipuðu ásigkomulagi og 10.0
alpha var á mac.

Fréttin hingað til var nokkurnveginn beinþýdd af http://www.osnews.com/
comment.php?news_id=1393 og vil ég taka það fram að það sem stendur
þarna á undan er ekki endilega skv. því sem ég held eða trúi. Mér finnst
að það séu nokkrir möguleikar í stöðunni:
1. Apple er að gefa Motorola spark í rassin með að segja “ef þið pillist ekki
til að koma með G5 einhvertíman í nánustu framtíð munum við yfirgefa
ykkur og þar með er ykkar stærsti viðskiptavinur á G4, farinn til intel”
2. Þetta er dagsatt í því tilfelli erum við í góðum málum
3. OSnews.com eru lygarar (nokk ólíklegt)

Ég er viss um að sumt fólk verði MJÖG óánægt með þetta, en til lengri tíma
held ég að þetta verði til góðs, kannski verða 2 örgjöfar í apple tölvum um
tíma (G4 og Intel) en ef skiptin byrja í 1Q 2003 ætti þeim að vera alveg
lokið og 90% makkanotenda komnir í nýju tölvurnar 2007-8.

-Friðu