Favicon á harða diska í WinXP Uppfærði W2k vél um daginn upp í XP. Fyrir algjöra tilviljun sá ég að allt í einu fékk annað harða drifið mitt svona icon eins og við sjáum á geisladiskum eða sumum vefsíðum.

Sjá myndina til hliðar, svona er á vinnuvélinni minni núna.

Málið var að ég hafði búið til skrá fyrir geisladisk, þannig að hann fengi svona icon, og hafði átt eintak af skránni í rótinni á disknum (C:\).

Til að gera svona þá búið þið til skrá í rótinni sem að heitir autorun.inf (sem þið hafið örugglega séð á geisladiskum).

Í henni stendur svo mikið sem:

[AutoRun]
icon=mappa\mynd.ico,0

og ekkert meira. Þegar að vélinni er restartað mappar hún drifið aftur og les þá autorun.inf skrána og sér þar að iconið sem nota á heitir mynd.ico og er í rót\mappa (C:\mappa\mynd.ico til dæmis fyrir c: disk).

Þið breytið auðvitað mappa\mynd.ico í eitthvað sem að ykkur hentar.

Meira þarf ekki til :)
Summum ius summa inuria