Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

imbakassi
imbakassi Notandi síðan fyrir 18 árum, 11 mánuðum 34 ára karlmaður
890 stig
Allt hefur enda, pylsa hefur tvo.

Afskriftarleiðin (14 álit)

í Stjórnmál fyrir 15 árum, 1 mánuði
Í febrúar síðastliðnum kynnti Framsóknarflokkurinn hugmyndir um afskriftir á húsnæðislánum. Þessi hugmynd fékk litla umræðu fyrst um sinn vegna þess að Samfylking og Vinstri Græn slógu þær algjörlega út af borðinu. Seinna talaði Tryggvi Þór Herbertsson einnig fyrir afskriftarleiðinni. Þá fékk leiðin nokkra umfjöllun í fjölmiðlum. Eins og með allar hugmyndir sem hljóða upp á svona háa upphæð er þessi hugmynd mjög umdeild. Sumir telja að þessi aðgerð muni setja þjóðina fljótlega á hausinn....

Hvað skal kjósa? (24 álit)

í Stjórnmál fyrir 15 árum, 1 mánuði
Ég ákvað að taka áskorun fabilius um að skrifa grein. Eins og allir ættu að vita þá verða kosningar haldnar þann 25. apríl næstkomandi. Í þessari grein ætla ég að skrifa um það hvað mér finnst kosningarnar snúast um. Ástandið á Íslandi er allt annað en það var fyrir tveimur árum þegar síðast var kosið. Hagkerfi landsins hefur hrunið, atvinnuleysi margfaldast og skuldir þjóðarbúsins hafa aukist mikið. Mér finnst aðalmálið í næstu kosningum vera það hvernig eigi að koma hagkerfinu aftur í lag....

Ísbirnir á Íslandi hvaðan koma þeir? (33 álit)

í Vísindi fyrir 15 árum, 11 mánuðum
Það hefur sennilega ekki farið framhjá nokkrum Íslendingi að á síðustu dögum hafa fundist tveir ísbirnir í Skagafirði og grunur leikur á að sá þriðji sé á vappi á hálendinu. Ísbirnir lifa öllu jöfnu ekki á landinu og hljóta þeir að hafa komið hingað syndandi frá hafísnum við austurströnd Grænlands. Heimildir eru fyrir því að ísbjörn hafi synt 100 km án hvíldar. Mjög ólíklegt hlýtur þó að teljast að margir ísbirnir leggi í slíkt langsund. Eftir því sem ég best veit var hafís við austurströnd...

Skíði í Bláfjöllum í vetur (9 álit)

í Vetraríþróttir fyrir 17 árum, 1 mánuði
Jæja þá er veturinn búinn og sumarið komið. Ég vona samt ennþá að skíðavertíðin sé ekki alveg búin. Nægur snjór í fjöllunum og spáð snjókomu seinna í vikunni. Í þessari grein ætla ég að skrifa grein um skíðaveturinn í Bláfjöllum. Veturinn í ár var nokkuð góður með tilliti til snjóalaga. Fyrst var opnað í einn dag nokkrum dögum fyrir jól. Frítt var á svæðið og nægur snjór. Byrjunin lofaði góðu. En daginn eftir kom rigning og allur snjórinn fór. Næst var svæðið opnað um miðjan janúar. Þá var...

Bláfjöll gerð klár fyrir opnun (28 álit)

í Vetraríþróttir fyrir 17 árum, 2 mánuðum
Allt frá því síðasta fimmtudag hafa Bláfjöll verið opin fyrir æfingar og hef ég verið þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að fara uppeftir flesta dagana. Mér fannst töluvert vanta uppá snjó til að hægt væri að opna fyrir almenning en lyfturnar í Suðurgili voru allar opnar nema barnalyftan. Þ.e. Bifröst (Mikki Refur), önnur tvíburalyftan (Jón Oddur) og stólalyftan (Gosinn). Það var bara hægt að skíða í þröngum afmörkuðum brautum og hafa þetta ekki verið neitt sérstakir dagar. En alla vikuna hafa...

Rafmagnsleysi í Bláfjöllum (32 álit)

í Vetraríþróttir fyrir 17 árum, 4 mánuðum
Í dag (19.1.2007) voru Bláfjöll opnuð í fyrsta sinn á þessum vetri. Barnalyfturnar, nýja stólalyftan og nánast gamla stólalyftan í Kóngsgili voru opnar. Veðrið var frekar vont. Um það bil 7 stiga frost og vindurinn 10m/s. Snjórinn var í lágmarki. Þrátt fyrir þessar slæmu aðstæður voru u.þ.b 1000 manns á staðnum samkvæmt forstöðumanni skíðasvæðanna. Klukkan korter í sjö stóð ég framarlega í röðinni í nýju lyftuna. Þá sá ég að starfsmenn Bláfjalla voru alveg að fara að opna gömlu stólalyftuna....

Hvít eða rauð jól? (30 álit)

í Vísindi fyrir 17 árum, 5 mánuðum
Hvít eða rauð jól? Þetta er spurning sem brennur á mörgum dagana fyrir jól. Flestir vilja hafa hvít jól en það eru alltaf til einhverjir sem eru öðruvísi. Hingað til hefur veturinn verið kaldari en síðustu ár. Við höfuðborgarbúar höfum fengið töluvert meiri skammt af snjókomu og kulda en venjulega. Fyrir norðan hefur einnig snjóað óvenju mikið það sem af er vetri og sést það best á snjódýptinni í morgun (14.12.06) þá voru 27 cm á Akureyri, og mesta snjódýpt á landinu var að Kálsárkoti sem er...

Mat mitt á skíðasvæðunum sem ég hef prófað (26 álit)

í Vetraríþróttir fyrir 17 árum, 6 mánuðum
Ég hef farið á eftirtalin skíðasvæði: Bláfjöll, Skálafell, Siglufjörður, Hlíðarfjall, Dalvík og Ólafsfjörð. Það af þessum svæðum sem mér finnst best er Dalvík. Þar eru tvær langar diskalyftur og flóðlýstar brekkur. Það er hægt að velja úr nánast endalaust af leiðum og það er nánast ekkert grjót í brekkunum, bara bláberjalyng. Á Dalvík eru nánast aldrei biðraðir í lyfturnar. Ég er bara mjög ánægður með skíðasvæðið í Böggvistaðafjalli(Dalvík) og finn nánast enga galla á því. Í öðru sæti er svo...

Zell am see (7 álit)

í Vetraríþróttir fyrir 17 árum, 6 mánuðum
Zell am see er smábær í Austurrísku ölpunum. uppúr bænum er svo skíðasvæði sem ber sama nafn, Zell am see ski resort. Skíðasvæðið er í fjallinu Schmittenhöhe sem er 2000 metra hátt. Á skíðasvæðinu eru 54 lyftur og rúmlega 130 kílómetrar af skíðaleiðum. Svæðið opnar í byrjun desember og lokar um miðjan apríl. Ef náttúruleg snjókoma er ekki nægileg þá sjá snjóvélar sem staðsettar eru á öllum helstu leiðunum fyrir snjó. Á svæðinu er einn brettagarður og tvö Halfpipe. Í brettagarðinum er allt...

Ég er fylgjandi Kárahnjúkavirkjun (1033 álit)

í Deiglan fyrir 17 árum, 9 mánuðum
Síðustu misserin hef ég oftar en ekki rekið augun í skrif eftir aðila sem segjast vera á móti Kárahnjúkavirkjun og álverinu á Reyðarfirði. Flestir hafa ekki gefið neina ástæðu fyrir því af hverju þeir eru á móti virkjuninni en nokkrir hafa gefið það sem ástæðu að það fari svo mikið af fallegri náttúru undir lónið. Fyrir þessa einstaklinga skrifa ég þessa grein svo þeir geti séð hlutina frá öðru sjónarhorni. Þann 15. mars 2003 voru undirritaðir endanlegir samningar um Kárahnjúkavirkjun og...

Fellsendavatn (10 álit)

í Veiði fyrir 17 árum, 10 mánuðum
Um daginn skellti ég mér upp á hálendi til þess að veiða í Fellsendavatni sem er rétt sunnan við Þórisvatn. Vatnið er frekar lítið og djúpt en landslag í kringum vatnið er frekar einsleitt, sandur og aftur sandur. Í vatninu veiðist urriði sem sleppt var í vatnið fyrir nokkrum árum. Okkar fyrsta stopp á leiðinni var á Hálendismiðstöðinni Hrauneyjum. Þar keyptum við veiðileyfið sem mér finnst frekar dýrt, 2500 stöngin á virkum dögum en 5000 um helgar. Þá héldum við áfram sem leið lá að vatninu...

Útrás Eve (17 álit)

í Eve og Dust fyrir 17 árum, 11 mánuðum
CCP vinnur nú hörðum höndum að því að koma Eve í gang í Kína. Beta prófanir eru farnar af stað og á fyrsta klukkutímanum sem opnað var fyrir skráningar skráðu 30.000 manns sig. Að sögn Hilmars Veigars Péturssonar er Kínamarkaður mjög frábrugðinn vesturlandamarkaði og því verði sér leikjónn fyrir Kínamarkað. Einnig eru aðrar ástæður fyrir því s.s fjarðlægð Kína frá vefþjóninum og tungumálaörðugleikum. Talið er að um 800.000 manns muni spila Eve þegar hann opnar á Kínamarkaði! Hagkerfi...

5 eftirmininnilegustu skákirnar mínar (30 álit)

í Skák og bridds fyrir 17 árum, 11 mánuðum
Sökum gífurlegs þrýstings á mig að skrifa grein inn á þetta áhugamál ákvað ég að láta undan og skrifa grein um eftirminnilegustu skákir sem ég hef telft. 1. Sumardaginn fyrsta árið 2004 tefldi ég á kjördæmamóti Suðvesturkjördæmis. Ég náði ágætisárangri og lenti í 2 - 3 sæti á mótinu. Þar sem allt leit út fyrir að sá sem vann mótið kæmist ekki á landsmótið urðum ég og sá sem var jafn mér að vinningum að tefla uppá sæti á landsmótinu. Ég held ég hafi aldrei einbeitt mér jafnlítið og í þessum...

Veiðin hjá mér það sem af er sumri (15 álit)

í Veiði fyrir 17 árum, 11 mánuðum
Þar sem engin grein hefur komið síðan 22. apríl og okkar elskulegi admin Cessna er eitthvað ósáttur við aðsóknina á þetta áhugamál hef ég ákveðið að skrifa grein um veiðiferðir sem ég hef farið í sumar og þær sem ég stefni á að fara í sumar. Ég byrjaði veiðisumarið mitt í byrjun maí þegar ég skundaði í Vífilstaðavatn með nýja veiðikortið mitt. Ég reyndi töluvert með öllu mögulegu agni en ekkert gekk. Nokkrum dögum seinna fór ég að veiða í Hvaleyraarvatni. Það var nánast ekkert hægt að veiða...

Sumarbústaðarferðin (11 álit)

í Smásögur fyrir 17 árum, 11 mánuðum
Þá var loksins komið að því. Ég var að fara í helgarferð í sumarbústað í Borgarfirði ásamt Ragga, Ástu og Helgu. Við lögðum af stað á föstudeginum klukkan 17:00 þegar við vorum öll búin í vinnunni. Í Mosfellsbæ keyrði Raggi aftaná bílinn fyrir framan. Úr því varð mikið vesen og komumst við ekki af stað fyrr en klukkan 19:00 með beyglað húdd. Þegar við komum að Hvalfjarðargöngunum blikkaði gult ljós sem tilkynnti að göngin væru lokuð. Við urðum ekkert smáfúl að þurfa að taka klukkutíma krók...

Veðrið undanfarna daga (10 álit)

í Vísindi fyrir 18 árum
Veðrið undanfarna daga hefur verið með eindæmum í maí. Hitinn á sunnudaginn og í dag þegar best lét voru tæplega 18 gráður í Reykjavík sem er mesti hiti sem mælst hefur síðan 1988 í maí. Á Þingvöllum náði hitinn 22 gráðum bæði í gær þegar hann fór uppí 22,3 og í dag, 22,1 gráða. Það er ótrúlegur hiti í maí og það sem er ennþá óvenjulegra er að bæði í nótt og fyrrinótt var næturfrost á Þingvöllum. Þá er hitasveifla dagsins yfir 20 gráðum! Loftið sem veldur þessum hlýindum er að mestu ættað...

Zell am see (13 álit)

í Bretti fyrir 18 árum, 1 mánuði
Zell am see er smábær í Austurrísku ölpunum. uppúr bænum er svo skíðasvæði sem ber sama nafn, Zell am see ski resort. Skíðasvæðið er í fjallinu Schmittenhöhe sem er 2000 metra hátt. Á skíðasvæðinu eru 54 lyftur og rúmlega 130 kílómetrar af skíðaleiðum. Svæðið opnar í byrjun desember og lokar um miðjan apríl. Ef náttúruleg snjókoma er ekki nægileg þá sjá snjóvélar sem staðsettar eru á öllum helstu leiðunum fyrir snjó. Á svæðinu er einn brettagarður og tvö Halfpipe. Í brettagarðinum er allt...

Sjóstangaveiði á sumardaginn fyrsta (7 álit)

í Veiði fyrir 18 árum, 1 mánuði
Á sumardaginn fyrsta fór ég með tveimur vinum mínum út á Faxaflóa í sjóstangaveiði á skipinu Eldingu. Ásamt okkur voru sirka 60 aðrir sem voru mættir til að veiða. Þar sem er einungis hægt að veiða með 30 stöngum á bátnum varð að skipta hópnum í tvennt. Þá veiddi hópur númer 1. í 20 mínutur og svo veiddi hópur númer 2. í 20 mínutur. Þetta kerfi gekk ágætlega upp í fyrstu en þegar verkamennirnir frá Kárahnjúkum sem voru í meirihluta á bátnum voru búnir að fá sér nokkra bjóra voru þeir ekki á...

Bláfjöll núna um helgina (11.3 - 12.3) (14 álit)

í Bretti fyrir 18 árum, 2 mánuðum
Mér var að detta í hug að skrifa grein um það hvernig það var í Bláfjöllum um helgina fyrir þá sem komust ekki. Í gær (laugardaginn) voru eftirtaldar lyftur opnar: Barnalyftan í Kóngsgili, Borgarlyftan, önnur diskalyftan í Suðurgili og stólalyftan í Suðurgili. Veðrið var mjög Bláfjallalegt, mikil þoka og él öðru hverju Í Borgarlyftunni voru sirka 20 manns. Þar var mjög vel troðið og fínt færi fyrir utan það að það var töluvert af steinum efst í brautinni. Í diskalyftunni í Suðurgili var...

Elliðaárnar (2 álit)

í Veiði fyrir 18 árum, 3 mánuðum
Þetta er heimildaritgerð sem ég gerði fyrir íslensku og ég vill leyfa fleirum að njóta hennar. Elliðaárnar eru staðsettar í miðri Reykjavíkurborg. Ekki neins staðar utan Íslands eru laxveiðiár innan borgarmarka höfuðborgar landsins. Þekkt saga ánna nær aftur til 13. aldar. Í þessari ritgerð ætla ég að fjalla um sögu og veiði í ánum. Elliðaánum er fyrst getið í skjölum frá því árið 1234. Þar er sagt að Viðeyjarklaustur eigi árnar og allan veiðirétt í þeim. Veiðirétturinn hélst óbreyttur allt...

Skákþraut (26 álit)

í Skák og bridds fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Vegna mikilla umræðna um það að það þyrftu að vera skákþrautir hérna á áhugamálinu þá ákvað ég að skella eins og einu stykki inn. Þessi staða (sjá mynd) kom upp í Minningarkeppni um Tsjigorín í Rússlandi árið 1938. Hvítur á að máta í þriðja leik. Ég set lausnina hingað inn um helgina. Þessi skákþraut er tekin úr bókinni Skákdæmi og tafllok. Hún var gefin út 1981. Í henni eru margar góðar skákþrautir. Wanganna þótt þetta sé allt of stutt getur þú samþykkt þetta sem grein svo myndin geti komið með?

Snjóbyssur (4 álit)

í Vísindi fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Þar sem skíðasvæðin í Hlíðarfjalli og á Dalvík hafa tekið upp snjóframleiðslukerfi þá hef ég ákveðið að lýsa hér í máli hvernig snjóbyssur virka. Til þess að hægt sé að búa til snjó þarf þrennt að vera til staðar, vatn, loft og hiti undir frostmarki. Í einföldustu gerð snjóvéla er vatninu og loftinu blandað saman í vatnsleiðslum og síðan er því sprautað út um lítið gat á endanum á vatnsleiðslunum. Þaðan kemur fínn úði sem frýs síðan í loftinu og úr verður snjór. Snjóbyssurnar sem eru í...

Mat mitt á skíðasvæðunum sem ég hef prófað (8 álit)

í Bretti fyrir 18 árum, 5 mánuðum
Ég hef ákveðið að fara að dæmi fjárhunds og skrifa grein um skíðasvæðin sem ég hef rennt mér á. Ég hef farið á eftirtalin skíðasvæði: Bláfjöll, Skálafell, Hengilssvæðið, Hlíðarfjall, Dalvík og Ólafsfjörð. Það af þessum svæðum sem mér finnst best er Dalvík. Þar eru tvær langar diskalyftur og flóðlýstar brekkur. Það er hægt að velja úr nánast endalaust af leiðum og það er nánast ekkert grjót í brekkunum, bara bláberjalyng. Á Dalvík eru nánast aldrei biðraðir í lyfturnar. Ég er bara mjög...

Bláfjöll í dag (4 álit)

í Bretti fyrir 18 árum, 5 mánuðum
Í dag laugardaginn 3. Desember opnaði skíðasvæðið í Bláfjöllum í fyrsta skiptið á þessum vetri. Að sjáfsögðu skellti minn maður sér í fjöllin. Það voru bara þrjár lyftur opnar. Það voru Jón Oddur (Ármannslyfta 1), Jón Bjarni (Ármansslyfta 2) og Amma dreki (barnalyfta í Suðurgili). Svæðið var opið frá 11:00 - 16:00. Í fjallinu var nægur snjór og það hefði verið hægt að opna fleiri lyftur en að því mér var sagt þá vantar þá mannskap þarna uppfrá og gátu þeir þessvegna ekki haft hinar lyfturnar...

Hítará (32 álit)

í Veiði fyrir 18 árum, 6 mánuðum
Hítará liggur á mörkum Snæfells- og Hnappadalssýslu og Mýra- og Borgarfjarðarsýslu. Upptök hennar eru í Hítarvatni. Þaðan rennur áin 29km leið um fjölbreytt landslag til sjávar. Fiskvegur var gerður við Kattfoss árið 1971 og er áin nú laxgeng alla leið upp í Hítarvatn. Veiðileyfi í Hítará eru seld af Stangaveiðifélagi Reykjavíkur. Ánni er skipt upp í tvö svæði, annarsvegar Hítará I og hinsvegar Hítará II. Hítará I Veiðisvæði Hítarár I nær frá ósi og upp að Kattfossi. Stangarfjöldi í Hítará I...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok