Snjóbyssur Þar sem skíðasvæðin í Hlíðarfjalli og á Dalvík hafa tekið upp snjóframleiðslukerfi þá hef ég ákveðið að lýsa hér í máli hvernig snjóbyssur virka.

Til þess að hægt sé að búa til snjó þarf þrennt að vera til staðar, vatn, loft og hiti undir frostmarki. Í einföldustu gerð snjóvéla er vatninu og loftinu blandað saman í vatnsleiðslum og síðan er því sprautað út um lítið gat á endanum á vatnsleiðslunum. Þaðan kemur fínn úði sem frýs síðan í loftinu og úr verður snjór.

Snjóbyssurnar sem eru í Hlíðar- og Böggvistaðafjalli eru mun flóknari en það. Þær eru mun stærri og taka mun meira vatn en þessar sem ég lýsti lauslega hér að ofan. Þær eru sívalningslaga(svipað og olíutunna) og í þeim er vifta sem blæs úðanum í burtu. Innan í sívalningnum eru 1 - 5 hringir af rörum. Í hringjunum eru mikið af endum með götum sem sprauta úða út sem viftan blæs síðan út í loftið. Góða mynd af svona byssu má sjá hér.

Það sem ég hef hvað mestan áhuga er snjóframleiðsla í heimagörðum hjá fólki sem hefur búið til sýnar eigin snjóbyssur og býr til snjó í garðinn sinn. Gott dæmi um svoleiðis byssu er hér

Ég hef búið til mína eigin snjóbyssu og náði að framleiða minn fyrsta snjó í gær. Ég hugsa að ef að áhugi reynist þá muni ég skrifa grein um það hvernig hægt er að búa til einföldustu gerð af snjóbyssu.

Myndin er af heimasnjóframleiðslu við bestu aðstæður.
Allt hefur enda, pylsa hefur tvo.