Sjóstangaveiði á sumardaginn fyrsta Á sumardaginn fyrsta fór ég með tveimur vinum mínum út á Faxaflóa í sjóstangaveiði á skipinu Eldingu.

Ásamt okkur voru sirka 60 aðrir sem voru mættir til að veiða. Þar sem er einungis hægt að veiða með 30 stöngum á bátnum varð að skipta hópnum í tvennt. Þá veiddi hópur númer 1. í 20 mínutur og svo veiddi hópur númer 2. í 20 mínutur. Þetta kerfi gekk ágætlega upp í fyrstu en þegar verkamennirnir frá Kárahnjúkum sem voru í meirihluta á bátnum voru búnir að fá sér nokkra bjóra voru þeir ekki á því að skipta við aðra og hætta að veiða. Þeir rifu meðal annars veiðistöng af strák sem var sirka tíu ára og hentu honum út í horn. Svo fóru þeir að rífast um það hver ætti að vera með stöngina.

En að veiðinni. Það gekk lítið fyrstu tvær vaktirnar en þegar þriðja vaktin byrjaði var mokfiskerí. Og engir smá þorskar. Það hljómaði til undantekninga ef að öngullinn náði botni og þegar færið var dregið upp voru nær undantekningalaust á báðum krókunum. Ég fékk ekki nema þrjá fiska sem er frekar lítið miðað við aðra í kringum mig.

Þarna var eitthvað af fólki sem vildi ekki eiga feginn sinn og gaf mér hann. Þannig að ég kom heim með 12 þorska. Þann stærsta 11 pund.
Allt hefur enda, pylsa hefur tvo.