Ég er fylgjandi Kárahnjúkavirkjun Síðustu misserin hef ég oftar en ekki rekið augun í skrif eftir aðila sem segjast vera á móti Kárahnjúkavirkjun og álverinu á Reyðarfirði. Flestir hafa ekki gefið neina ástæðu fyrir því af hverju þeir eru á móti virkjuninni en nokkrir hafa gefið það sem ástæðu að það fari svo mikið af fallegri náttúru undir lónið. Fyrir þessa einstaklinga skrifa ég þessa grein svo þeir geti séð hlutina frá öðru sjónarhorni.

Þann 15. mars 2003 voru undirritaðir endanlegir samningar um Kárahnjúkavirkjun og álverið í Reyðarfirði. Þegar samningarnir voru undirritaðir í Fjarðarbyggð voru þúsundir manna viðstaddir og fögnuðu þeir samningunum. Þessir samningar mörkuðu þáttaskil fyrir íbúa bæjarfélagsins. Loksins sáu þau fyrir endan á margra ára viðvarandi atvinnuleysi.

Margir spurja af hverju það er nauðsynlegt að við Íslendingar séum að framleiða allt þetta ál. Ég spyr þá á móti hvort þeir gætu lifað án alls þess sem álið er notað í t.d flugvélar, áldósir, geisladiskar og margt fleira?

Þá munu þeir sennilega benda á þá staðreind að Íslendingum nægir alveg eitt álver fyrir alla sína álframleiðslu og álnotkun. En af hverju framleiðum við ekki fyrir alla hina líka? Væri betra að hafa álverin annarsstaðar. Tökum Bandaríkin sem dæmi. Þar er mun minna hægt að nýta endurnýtanlega orku og þess vegna hafa Bandaríkjmenn þurft að byggja kjarnorkuver. Segjum sem svo að þeir byggji eitt stykki kjarnorkuver einhversstaðar við strendur landsins.
Í nágrenninu byggja þeir svo stórt álver. Fyrir kjarnorkuverið þurfa þeir svo að kaupa stórhættuleg geislavirk efni. Þegar kjarnorkuverið er svo búið að nota geislavirku efnin við rafmagnsframleiðslu verður til ekki minna hættulegur úrgangur. Honum er svo dælt ofaní jörðu sem er gífurlega kostnaðarsamt. Ekki má gleyma því að úrgangurinn verður ekki hættuæaus fyrr en þúsundum ára eftir að hann er grafinn niður.

Þetta ferli er mun kostnaðarsamara en vatnsaflsvirkjun og orkan því mun dýrari sem mundi skila sér í hærra álverði sem mundi svo aftur skila sér í hærra verði á flugmiðum, drykkjum í áldósum og geisladiskum.

Við þetta má svo bæta að kjarnorkuverið veldur mun meiri umhverfisspjöllum og að íbúar í nágrenni kjarnorkuversins eru í stöðugri hættu að kjarnorkuverið skildi leka. Áhrifa lekans mundi gæta í a.m.k 50 ár frá lekanum, samanber Tjernobyl.

Margir hafa sagt að með Hálslóni sé verið að fórna of mikið að fallegri náttúru. Eins og Ómar Ragnarsson og margir aðrir hafa reynt að sýna ýmsum stjórnarmönnum þjóðarinnar fram á.
En hvar ætti frekar að hafa þessa virkjun? Væri skárra að hafa hana á suðurlandsundirlendinu? Þar eru bara girðingar og tún. Við höfum alveg nóg af því hér. Eða ætti kannski að skella lóninu yfir höfuðborgarsvæði? Þar eru bara steypuklumpar sem nóg er til af í heiminum.

Kárahnjúkavirkjun er og verður staðreynd!
Allt hefur enda, pylsa hefur tvo.