Skákþraut Vegna mikilla umræðna um það að það þyrftu að vera skákþrautir hérna á áhugamálinu þá ákvað ég að skella eins og einu stykki inn.

Þessi staða (sjá mynd) kom upp í Minningarkeppni um Tsjigorín í Rússlandi árið 1938. Hvítur á að máta í þriðja leik.

Ég set lausnina hingað inn um helgina.

Þessi skákþraut er tekin úr bókinni Skákdæmi og tafllok. Hún var gefin út 1981. Í henni eru margar góðar skákþrautir.

Wanganna þótt þetta sé allt of stutt getur þú samþykkt þetta sem grein svo myndin geti komið með?
Allt hefur enda, pylsa hefur tvo.