Veðrið undanfarna daga Veðrið undanfarna daga hefur verið með eindæmum í maí. Hitinn á sunnudaginn og í dag þegar best lét voru tæplega 18 gráður í Reykjavík sem er mesti hiti sem mælst hefur síðan 1988 í maí.

Á Þingvöllum náði hitinn 22 gráðum bæði í gær þegar hann fór uppí 22,3 og í dag, 22,1 gráða. Það er ótrúlegur hiti í maí og það sem er ennþá óvenjulegra er að bæði í nótt og fyrrinótt var næturfrost á Þingvöllum. Þá er hitasveifla dagsins yfir 20 gráðum!

Loftið sem veldur þessum hlýindum er að mestu ættað frá suður Póllandi. Það útskýrir mistrið sem hefuyr verið í loftinu undanfarna daga. Mistrið er nefnilega að megninu til kolaryk.

Þeir sem kíktu út um gluggann í gærkvöldi eins og Iwahara gerði og sagði frá hér hafa væntanlega séð hversu rauð sólin var. Það stafaði af mistrinu. Þegar geislar sólarinnar rákust á mistrið þá síuðust allir litir nema rauður út vegna þess að agnir mistursins dreifa hinum litunum.

Heimildir: Heimasíða Einars Sveinbjörnssonar og Heimasíða Veðurstofu Íslands

Myndin er tekin af vef Veðurstofunar og sýnir hún uppruna loftsins sem hefur verið yfir okkur undanfarna daga.
Allt hefur enda, pylsa hefur tvo.