Zell am see Zell am see er smábær í Austurrísku ölpunum. uppúr bænum er svo skíðasvæði sem ber sama nafn, Zell am see ski resort. Skíðasvæðið er í fjallinu Schmittenhöhe sem er 2000 metra hátt.

Á skíðasvæðinu eru 54 lyftur og rúmlega 130 kílómetrar af skíðaleiðum. Svæðið opnar í byrjun desember og lokar um miðjan apríl. Ef náttúruleg snjókoma er ekki nægileg þá sjá snjóvélar sem staðsettar eru á öllum helstu leiðunum fyrir snjó.

Á svæðinu er einn brettagarður og tvö Halfpipe. Í brettagarðinum er allt fullt af stökkpöllum af öllum gerðum. Þar ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi.

Halfpipe-in fann ég aldrei og gat því ekki prófað þau. En þau eru þarna einhverstaðar.

Á svæðinu er nóg af ótroðnum leiðum og rekst maður ósjaldan á ótroðnar leiðir inn í skóg þegar maður skíðar um troðnu leiðirnar.

Ég fór þarnar bæði í ár og í fyrra og ég mæli eindregið með staðnum fyrir þá sem vilja njóta þess að fara í skíða/brettafrí.

Myndin er tekin af toppi schmittenhöhe.
Allt hefur enda, pylsa hefur tvo.