Skíði í Bláfjöllum í vetur Jæja þá er veturinn búinn og sumarið komið. Ég vona samt ennþá að skíðavertíðin sé ekki alveg búin. Nægur snjór í fjöllunum og spáð snjókomu seinna í vikunni.

Í þessari grein ætla ég að skrifa grein um skíðaveturinn í Bláfjöllum. Veturinn í ár var nokkuð góður með tilliti til snjóalaga.

Fyrst var opnað í einn dag nokkrum dögum fyrir jól. Frítt var á svæðið og nægur snjór. Byrjunin lofaði góðu. En daginn eftir kom rigning og allur snjórinn fór.

Næst var svæðið opnað um miðjan janúar. Þá var mikill snjór í bænum en ekki í Bláfjöllum. Svæðið var opnað á lágmarkssnjó og var það illska af manni að leggja þetta á skíðin sín. Og aftur rigndi og allur snjórinn fór.

Svo í byrjun mars kyngdi niður snjó. Opnað var í byrjun mars og þá fannst mér mikill snjór. Svo bætti bara á og á endanum var mesti snjór síðan árið 2000 í fjöllunum. Þá var nú gaman. Hægt að fara allstaðar, allar snjógirðingar horfnar, steinar sáust ekki og allt frábært.

En aftur kom nokkura daga rigningakafli og allt stefndi í að ekki yrði hægt að hafa opið yfir páskana. En það rættist úr þessu og hægt var að hafa opið um páskana.

Síðan þá hafa skipst á skin og skúrir og var svæðið opið síðast núna á Sumardaginn fyrsta og nar enn nægur snjór og brakandi blíða. Að mínu mati var það besti dagurinn í ár.

Bláfjöll hafa sennilega verið opin hátt í 40 sinnum á þessu ári og er það mjög gott. Svona í lokin verð ég að monta mig aðeins. Sjálfur hef ég farið 23 sinnum í Bláfjöll og 33 sinnum á skíði í allt í vetur. Toppiði það.

Myndin er úr Bláfjöllum í dag.
Allt hefur enda, pylsa hefur tvo.