Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

hress
hress Notandi frá fornöld Karlmaður
5.602 stig

Fram - ÍA 3-2 (6 álit)

í Knattspyrna fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Framarar tóku á móti ÍA í kvöld í mikilvægum leik í Símadeildinni. Strax á 5.mínútu gaf Andri Fannar Ottósson boltann frá vinstir á félaga sinn í Framliðinu, Frey Karlsson sem skallaði knöttinn í netið og kom heimamönnum yfir. 15 mínútum síðar skaut Viðar Guðjónsson að marki ÍA en Ólafur Þór Gunnarsson varði en náði ekki að halda knettinum og Daði Guðmundsson spyrnti honum í markið af stuttu færi. Fram var með yfirhöndina og varnarlína ÍA var ekki upp á sitt besta. Skagamenn hresstust aðeins...

KR og Akureyrarliðin töpuðu í dag (4 álit)

í Knattspyrna fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Í dag fóru fram þrír leikir í Símadeild karla. Topplið KR hélt til eyja og lék gegn heimamönnum. KR var betri aðilinn í fyrri hálfleik en gégn gangi leiksins skoraði Tómas Ingi Tómasson 1-0 fyrir Eyjamenn á 45. mínútu eftir sendingu Gunnars Heiðars Þorvaldssonar. Markið fallegt og Tómas fagnaði því skemmtilega. Sóknarmaðurinn Sigurður Ragnar Eyjólfsson braut á Hjalta Jóhannessyni á þriðju mínútu síðari hálfleiks. Siggi vissi upp á sig sökina og fékk að líta rauða spjaldið frá Gylfa dómara og...

FH-ingar komu, sáu og sigruðu í Makedóníu (1 álit)

í Knattspyrna fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Það var gríðarmikill hiti í Skopje í Makedóníu í gær þegar FH-ingar léku fyrri leik sinn gegn Cementarnica Skopje í 1.umferð Intertoto keppninnar. Það var enginn annar en Valdas Trakys sem kom FH yfir eftir hálftíma leik eftir glæsilegan undirbúning Jóns Þorgríms Stefánssonar. Undir lok fyrri hálfleiks fékk einn heimamanna rauða spjaldið fyrir að gefa Magnúsi Einarssyni olnbogaskot. Trakys var sko ekki hættur og í síðari hálfleik skoraði hann aftur, nú með skalla. Heimamenn náðu að minnka...

KR vann Fram 1-0 (4 álit)

í Knattspyrna fyrir 21 árum, 11 mánuðum
KR-ingar unnu Framara 1-0 í Frostaskjólinu í kvöld. Sigurður Ragnar Eyjólfsson skoraði eina markið á 42. mínútu með föstu skoti af vítateigslínu eftir að hann fékk sendingu frá Einari Þór Daníelssyni. Þetta var fjórða mark Sigurðar í sumar. KR-ingar byrjuðu betur í leiknum en jafnræði var með liðunum mestallan leikinn. Bæði lið fengu nokkur góð færi til að skora en þegar upp var staðið skoruðu KR-ingar eina mark leiksins, en þeir unnu einnig síðasta leik sinn í deildinni. KR er nú efst í...

Bjarki Gunnlaugs með tvö í gær (7 álit)

í Knattspyrna fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Það var mikið gaman í gær þegar boltinn fór aftur að rúlla í Símadeildinni eftir stutt hlé á keppni vegna Bikarkeppninnar. Fjóror leikir fóru fram en einn verður í kvöld þegar KR mætir Fram í hörkuslag. Þessi lið drógust saman í næstu umferð bikarkeppninnar og það gerir leikinn í kvöld bara athyglisverðari. Sigurvin Ólafsson verður ekki með KR næstu mánuðina þar sem hann þarf að fara í uppskurð eftir meiðsli sem hann hlaut í leiknum gegn KFS. Mjög slæmar fréttir fyrir KR-inga en Sigurvin...

Dregið í 16 liða úrslit bikarsins í dag (2 álit)

í Knattspyrna fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Í dag var dregið í 16 liða úrslit bikarkeppninnar og verður nóg af athyglisverðum leikjum sem fara fram 2. og 3.júlí. Það er ljóst að a.m.k. þrjú úrvalsdeildarlið muni falla úr keppni í 16 liða úrslitunum. Bikarmeistarar Fylkis fá erfiðan heimaleik gegn FH, ÍA fær Grindavík í heimsókn og KR mætir Fram í væntanlegum hörkuleik. Það verður gaman að sjá hvernig Breiðablik spjarar sig gegn Þór Akureyri en Blikar unnu í kvöld ótrúlegan 7-4 sigur á Aftureldingu í 1.Deildinni. En leikirnir eru...

KR tyllti sér í efsta sætið (3 álit)

í Knattspyrna fyrir 21 árum, 11 mánuðum
KR lagði Keflavík að velli í gær, 1-0. Leikið var í bítlabænum Keflavík. KR-liðið var mun betra í fyrri hálfleik og uppskar mark sem Sigurður Ragnar Eyjólfsson skoraði. Sigurður gerði vel er hann þrumaði knettinum í mark á 28. mínútu af um 20 metra færi. Gunnar Einarsson kannaði styrkleikann í tréverki Keflavíkurmarksins er hann skallaði knöttinn af krafti í slá á 8. mínútu. Veigar Páll Gunnarsson átti fínan skalla rétt framhjá skömmu síðar. Arnar Jón Sigurgeirsson mokaði knettinum...

FH stal sigrinum af Grindavík (7 álit)

í Knattspyrna fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Í gær fóru fram tveir stórskemmtilegir leikir í Símadeildinni. Ég lagði leið mína á Laugardalsvöllinn og fylgdist með leik Fram og Þórs. Framarar hreinlega óðu í færum í fyrri hálfleik og ótrúlegur klaufaskapur hjá þeim að skora ekki nema eitt mark í þeim hálfleik. Andri Fannar Ottósson skoraði það mark á 11. mínútu en njósnarar frá norskum félagsliðum voru á leiknum til þess að fylgjast með þessum unga framherja. Til gamans má geta að Andri er einnig meðlimur í hljómsveitinni “Sveittir...

Stelpurnar í stuði og stefna á HM (5 álit)

í Knattspyrna fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Í gær færðist Íslenska landsliðið í knattspyrnu kvenna skrefi nær því að leika um keppnisrétt á HM sem fram fer í Kína árið 2003. Ísland gerði markalaust jafntefli gegn Ítalíu á eyjunni Sardiníu og mun liðið þar með leika tvo leiki gegn Englandi síðsumars. Sigurvegari þess einvígis mætir sigurliðinu úr einvígi Dana og Frakka í tveggja leikja keppni um fimmta og síðasta sæti Evrópu á heimsmeistaramótinu á næsta ári. Það má því segja að úrslit gærdagsins séu einungis einn áfangi á lengri leið...

Steingrímur á skotskónum (5 álit)

í Knattspyrna fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Í gær léku Fylkismenn gegn ÍBV í Vestmannaeyjum. Þegar aðeins 9.mínútur voru liðnar af leiknum skoraði Steingrímur Jóhannesson fyrir Fylki gegn sínum gömlu samherjum í ÍBV. Hann var í framlínu Fylkismanna í leiknum ásamt Kristni Tómassyni sem hefur þurft að verma varamannabekkinn ú upphafi. Markið kom eftir stungusendingu frá Finni Kolbeinssyni en Steingrímur slapp einn í gegn. Í næstu sókn á eftir skoruðu ÍBV að vísu en Bragi Bergman dæmdi markið af vegna rangstæðu. ÍBV sóttu meira í...

Fram - Fylkir 3-3 í Árbæ (5 álit)

í Knattspyrna fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Fylkir tók á móti Fram í kvöld í Símadeildinni í kvöld. Framarar hófu leikinn af miklum krafti og voru greinilega mun ákveðnari. Heimamenn áttu þó nokkur mjög hættuleg færi og til dæmis þá áttu þeir skot í stöngina eftir skot Björns Viðars og gestirnir björguðu tvívegis á marklínu í fyrri hálfleik. Hinn ungi framlínumaður Framara, Andri Fannar Ottóson, átti frábæra leiki seinni hluta seinasta sumars og hann hélt uppteknum hætti með því að koma Fram yfir í leiknum á 21.mínútu. Boltinn barst...

KR vann KA, Þór og Keflavík skildu jöfn (6 álit)

í Knattspyrna fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Í gær fóru fram tveir leikir í Símadeildinni en fjórðu umferð lýkur í kvöld með leik Fylkis og Fram í Árbænum kl.19:15. Fyrir leikina í gær spáði ég í úrslitin og náði að tippa á rétt úrslit úr leik KR og KA, 2-0. Leikur Þórs og Keflavíkur fór 1-1 en ég hafði spáð 2-2. Keflvíkingar náðu forystunni gegn Þór á Akureyri. Magnús Þorsteinsson skoraði markið á 16. mínútu. Atli Rúnarsson hélt ekki boltanum eftir skot Þórarins Kristjánssonar og Magnús var fljótur að átta sig og skoraði af stuttu...

Fyrsta stig ÍA í sumar (10 álit)

í Knattspyrna fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Í dag fóru fram tveir fyrstu leikirnir í fjórðu umferð Símadeildarinnar. FH-ingar gerðu markalaust jafntefli við ÍA upp á Skipaskaga. Aldrei þessu vant var ágætis veður á Akranesi og leikurinn nokkuð fjörugur á köflum þrátt fyrir markaleysið. Leikmenn áttu samt í einhverjum erfiðleikum með að hemja boltann því völlurinn var víst frekar blautur. Daði Lárusson var öruggur í marki Hafnfirðinga og var stærsta ástæða þess að þeir náðu að halda hreinu. Valdas Trakys, litháinn öflugi var hættulegur...

Sætur sigur hjá KA í nágrannaslag (8 álit)

í Knattspyrna fyrir 21 árum, 12 mánuðum
Í gær mættust KA og Þór í fyrsta skipti í 10 ár í efstu deild. Alvöru nágrannaslagur, fjöldi áhorfenda og hörkustemming. KA vann leikinn en þetta var fyrsti sigur þeirra á Þór í efstu deild. Eina mark leiksins kom eftir 10 mínútur. Þá var brotið á Hreini “Bravo” Hringssyni rétt fyrir utan vítateiginn. Ásgeir Ásgeirsson skaut í varnarmúrinn úr aukaspyrnu og af honum fór knötturinn í netið. Eins og svo oft áður í svona leikjum þá voru gæði knattspyrnunnar ekki mikil en baráttan var í...

Keflvíkingar blása á allar hrakspár (5 álit)

í Knattspyrna fyrir 21 árum, 12 mánuðum
Þrír leikir fóru fram í 3.umferð Símadeildarinnar í gær en umferðinni lýkur í kvöld með leik Akureyrarslag KA og Þórs klukkan 20:00. Leikmenn Keflavíkur sýndu það í gær að þeir ætla ekki að falla í sumar, en margir spáðu þeim þeirri ólukku. Þeir tóku á móti stórliði Fylkis úr Árbænum og komust yfir eftir u.þ.b. 20 mínútna leik. Jóhann R. Benediktsson var þar að verki með óvæntu þrumuskoti í þverslá og inn. Keflvíkingar bættu við öðru marki á 67.mínútu þegar Guðmundur Steinarsson renndi...

Eyjamenn fengu öll stigin gegn Fram (4 álit)

í Knattspyrna fyrir 21 árum, 12 mánuðum
Í gær fór fram fyrsti opinberi knattspyrnuleikurinn á Laugardalsvellinum þessa leiktíðina. 600 áhorfendur mættu á leik Fram og ÍBV og sáu Birki Kristinsson, markvörð ÍBV, fara á kostum. Hann varði eins og berserkur og geta Eyjamenn þakkað þessum fyrrum leikmanni Fram fyrir stigin sem liðið vann í gær. Gestirnir komust yfir með marki frá Gunnari Heiðari Þorvaldssyni eftir frábæran undirbúning. Markahrókurinn Ásmundur Arnarsson tók svo boltann á brjóstið og skoraði rétt fyrir hálfleik....

19 mörk í annari umferð (3 álit)

í Knattspyrna fyrir 22 árum
Önnur umferð Símadeildarinn hófst í gær þegar KR lagði Íslandsmeistara ÍA 3-1. Sigurvin Ólafsson gerði tvö fyrstu mörk leiksins og Ellert Jón Björnsson minnkaði muninn fyrir gestina áður en Reynir Leósson skoraði sjálfsmark undir lok leiksins. Hjálmur Hjálmsson, ÍA, var rekinn af velli þegar staðan var 1-0. KR-ingar eru greinilega til alls líklegir og verða að teljast líklegir Íslandsmeistarar. Skotinn Neil McGowan, sem genginn er til liðs við KA, var ekki í liðinu gegn Fylki í Árbænum í...

Noregur - Ísland 1-1 (11 álit)

í Knattspyrna fyrir 22 árum
Íslenska landsliðið spilaði vináttulandsleik gegn Noregi í Bodö í gær. Eftir aðeins 5 mínútna leik kom Jóhannes Karl Guðjónsson Íslandi yfir með ótrúlegu marki úr aukaspyrnu af 40-45 metra færi! Um hálftíma síðar fékk Jóhannes, sem spilar með Real Betis á Spáni, aðra aukaspyrnu en átti þá skot í slá. Ole Gunnar Solskjær jafnaði metinn fyrir Noreg á 60.mínútu og úrslitin urðu 1-1. Eina umtalsverða færi Íslands í síðari hálfleik kom á seinustu mínútunni þegar Sævar Þór Gíslason var hársbreidd...

Íslandsmeistararnir lágu gegn nýliðum (4 álit)

í Knattspyrna fyrir 22 árum
Í gær fór fram fyrsta umferð Símadeildarinnar og var nóg af jafnteflum. Ég brá mér til Keflavíkur og sá heimamenn merja jafntefli við Fram (voru reyndar nálægt því að ræna sigrinum undir lokin). Adolf Sveinsson sá til þess að Keflavík hafði forystu í hálfleik en eftir hlé þá sóttu Framarar látlaust að marki Keflvíkinga en uppskáru aðeins eitt mark sem Þorbjörn Atli skoraði eftir að Ágúst Gylfason skaut í slá úr aukaspyrn. Þorbjörn fékk síðar dauðafæri en Ómar náði með naumindum að verja....

Kvennaboltinn (Jafntefli við Rússa og Spáin) (2 álit)

í Knattspyrna fyrir 22 árum
Jörundur, landsliðsþjálfari kvenna, er í hæstu hæðum vegna jafnteflisins sem liðið gerði við Rússa í undankeppni HM í Rússlandi í dag. Rússastúlkur komust yfir skömmu eftir leikhlé en engin önnur en Olga Færseth janfaði er átta mínútur voru eftir. Alveg eins úrslit og á KR-vellinum í fyrra, 1-1. “Þetta sýnir hvað hægt er að gera. Við vorum nær því að sigra en heimamenn sem fengu bara þetta eina færi sem þeir skoruðu úr. Við fengum hins vegar ein 2-3 færi sem við hefðum getað skorað og svo...

Spáð því að Grindavík vinni mótið (17 álit)

í Knattspyrna fyrir 22 árum
Forráðmenn, þjálfarar og fyrirliðar liðana tíu í Símadeild karla í knattspyrnu gerðu sér lítið fyrir í dag og spáðu því að Grindvíkingar fagni sínum fyrsta Íslandsmeistaratitli í sumar. ÍA, Íslandsmeistararnir, verða verður samkvæmt spánni í öðru sæti og bikarmeistaralið Fylkis úr Árbænum í því þriðja. Keflavík og Þór frá Akureyri er spáð falli. Spá þess efnis var birt í dag á Grand-Hótel í Reykjavík. Stigin skiptust þannig: Grindavík: 257 stig 1. Grindavík: 257 2. ÍA: 242 3. Fylkir: 232 4....

Kvennaboltinn (KR deildarbikarmeistari o.fl.) (2 álit)

í Knattspyrna fyrir 22 árum
DEILDARBIKAR KVENNA Í HENDUR KR KR varð um helgina deildarbikarmeistari kvenna í knattspyrnu árið 2002 eftir 4-0 sigur á Valsstúlkum í Egilshöllinni. Hrefna Jóhannesdóttir skoraði tvö mörk fyrir KR, Olga Færseth eitt mark og Embla Grétarsdóttir eitt sömuleiðis. Það er alveg ljóst að KR stúlkur eru líklegastar til að taka alla titlana þetta sumarið. — KVENNALANDSLIÐIÐ Jörundur Áki Sveinsson, landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu, valdi í dag landslið sitt fyrir leikinn við Rússa í forkeppni...

Landsliðsmál (Noregsleikurinn, Tap hjá stelpunum) (0 álit)

í Knattspyrna fyrir 22 árum
-Karlaliðið- Atli Eðvaldsson hefur tilkynnt hópinn sem mætir Norðmönnum í vináttulandsleik í Bodö 22. maí næstkomandi. Enginn nýliði er í hópnum, en þrír leikmenn koma frá íslenskum félagsliðum, þeir Birkir Kristinsson, Haukur Ingi Guðnason og Ólafur Örn Bjarnason. Hópurinn: Birkir Kristinsson - ÍBV Árni Gautur Arason - Rosenborg BK Rúnar Kristinsson - Lokeren Hermann Hreiðarsson - Ipswich Town FC Tryggvi Guðmundsson - Stabæk IF Heiðar Helguson - Watford FC Arnar Þór Viðarsson - Lokeren...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok