Landsliðsmál (Noregsleikurinn, Tap hjá stelpunum) -Karlaliðið-
Atli Eðvaldsson hefur tilkynnt hópinn sem mætir Norðmönnum í vináttulandsleik í Bodö 22. maí næstkomandi. Enginn nýliði er í hópnum, en þrír leikmenn koma frá íslenskum félagsliðum, þeir Birkir Kristinsson, Haukur Ingi Guðnason og Ólafur Örn Bjarnason.

Hópurinn:
Birkir Kristinsson - ÍBV
Árni Gautur Arason - Rosenborg BK
Rúnar Kristinsson - Lokeren
Hermann Hreiðarsson - Ipswich Town FC
Tryggvi Guðmundsson - Stabæk IF
Heiðar Helguson - Watford FC
Arnar Þór Viðarsson - Lokeren
Ólafur Örn Bjarnason - Grindavík
Andri Sigþórsson - Molde FK
Jóhann Guðmundsson - SFK Lyn
Marel Baldvinsson - Stabæk IF
Indriði Sigurdsson - Lilleström SK
Haukur Ingi Guðnason - Keflavík
Jóhannes Karl Guðjónsson - Real Betis Balompié
Ólafur Stígsson - Molde FK
Gylfi Einarsson - Lilleström
Hjálmar Jónsson - IFK Göteborg
Ívar Ingimarsson - Brentford FC

-Kvennaliðið-
A landslið kvenna tapaði í gær vináttulandsleik gegn Svíum í Stokkhólmi með sex mörkum gegn engu. Þær sænsku voru mun sterkari í leiknum, enda með eitt af bestu liðum í Evrópu í dag. Þegar klukkan sýndi 90 mínútur var staðan 4-0, Svíum í vil, en þær höfðu gert þrjú mörk í fyrri hálfleik. Í viðbótartíma náðu þær síðan að bæta við tveimur mörkum og lokatölur leiksins því 6-0.